Styttra hár málið í sumar

Reese Witherspoon stytti ljósu lokkana fyrir sumarið.
Reese Witherspoon stytti ljósu lokkana fyrir sumarið. AFP

Leikkonan Reese Witherspoon er búin í klippingu fyrir sumarið og klippti hún það í axlalengd. Hún er ekki fyrsta fræga konan til að klippa hár sitt styttra fyrir sumarið en Kim Kardashian, Demi Lovato og Natalie Portman hafa allar gert það líka.

Það má því draga þá ályktuna að styttra hár sé málið í sumar. 

Kim Kardashian, Natalie Portman og Demi Lovato hafa allar klippt …
Kim Kardashian, Natalie Portman og Demi Lovato hafa allar klippt hár sitt styttra fyrir sumarið. Samsett mynd

Witherspoon hefur verið þekkt fyrir sína ljósu lokka og sjaldan gert breytingar á hári sínu. Hún hefur þó stundum þurft að gera minni háttar breytingar fyrir hlutverk í kvikmyndum en það gerði hún síðast árið 2014 fyrir kvikmyndina The Good Lie. Hún sýndi nýju klippinguna á Instagram í vikunni. 

View this post on Instagram

Thanks for my new summer cut @lonavigi! 💇🏼‍♀️☀️

A post shared by Reese Witherspoon (@reesewitherspoon) on Jun 4, 2019 at 11:05am PDT

mbl.is