Anton Örn: Fitufrysting er ekki megrun

Anton Örn Bjarnason húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Anton Örn Bjarnason húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Anton Örn Bjarnason, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, er sérfræðingur í húðlækningum. Hann segir að fitufrysting sé kostur fyrir þá sem vilja halda fyllingu í andliti en losa sig við fitu á ákveðnum stöðum. Hann segir að fitufrysting sé alls ekki megrunaraðgerð heldur notuð á einstaka svæði. 

CoolTech-fitufrysting er áhrifarík og varanleg fitueyðingarmeðferð sem tekur 70 mínútur. Viðkomandi er ekki svæfður á meðan og getur farið beint í vinnuna. Anton segir að fitufrysting sé góð fyrir þá sem hafa safnað óæskilegri fitu á ákveðin svæði.

„Meðferðin virkar þannig að með nákvæmri frystingu á líkamssvæðum sem hafa safnað á sig óæskilegri fitu deyja fitufrumurnar og eru síðan fjarlægðar af sogæðakerfi líkamans. Svona fitueyðing með frystingu er möguleg vegna þess að fitufrumur líkamans eru mun næmari fyrir kulda en húðfrumurnar. Húðin helst því heil og óskemmd við meðferðina.

Á húðina yfir svæðinu sem meðhöndla á er lögð gelhimna til að verja undirliggjandi húð. „Cooltech“-hausinn sogar til sín fituvefinn og kælir síðan fituna undir húðinni þannig að þær fitufrumur sem meðferð er beint að deyja. Þær eru síðan teknar upp af sogæðakerfi líkamans í fyllingu tímans. Kælingin er -3 til -8 gráður. Þegar líður á meðferðina dofnar húðin og vægu óþægindin af soginu hverfa. Eftir um 12 vikur sést árangurinn að fullu en eftir um fjórar vikur má sjá töluverðan mun. Sex til átta vikum eftir fyrstu meðferðina er óhætt að meðhöndla sama svæði aftur. Flestir þurfa tvær til þrjár meðferðir til að ná fullnægjandi árangri en hjá sumum nægir jafnvel ein meðferð. Dreifing fitufrumna er mismunandi hjá fólki og skýrir það muninn á árangrinum,“ segir Anton.

Hér má sjá magasvæði á konu fyrir fitufrystingu.
Hér má sjá magasvæði á konu fyrir fitufrystingu.
Hér má sjá magasvæði eftir fitufrystingu.
Hér má sjá magasvæði eftir fitufrystingu.

– Hvað gerir fólk meðan á þessari meðferð stendur?

„Viðkomandi getur slakað á, lesið, hlustað á tónlist eða jafnvel unnið. Ekki er þörf á sérstökum tíma til að jafna sig eftir meðferð. „CoolTech“-fitufrystingin er örugg og fer fram án skurðaðgerðar. Meðferðin er nánast sársaukalaus og mun mildari en fitusog. Ekki er þörf á að fólk taki frí frá vinnu til að jafna sig eftir meðferðina og ekki er þörf á deyfingu eða svæfingu.“

Engar nálar eru notaðar við fitufrystinguna og hver meðferð tekur um 70 mínútur.

„Fitufrystingarmeðferð með „Cooltech“ hefur verið notuð á meira en eina milljón einstaklinga og eru meira en 90% ánægðir með árangurinn.“

– Er langt síðan þið fóruð að sérhæfa ykkur í fitufrystingu?

„Fitufrystingarmeðferðin var þróuð í Bandaríkjunum fyrir um 10 árum. Við á Húðlæknastöðinni höfum fylgst með þróuninni og beðið eftir áhrifaríku og öruggu tæki sem við getum treyst. 2018 fórum við af stað með „CoolTech“-fitufrystingu sem hefur gefið mjög góðan árangur,“ segir hann.

– Fyrir hverja er fitufrysting?

„„CoolTech“-líkamsmótun er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk sem óskar eftir minni háttar lagfæringu á vissum stöðum líkamans, en ekki sem meðferð við almennri offitu. Meðferðin er sérstaklega áhrifarík gegn „erfiðum“ svæðum, það er að segja svæði líkamans með fitu sem vill ekki hverfa við megrun eða líkamsrækt. Hægt er að meðhöndla kvið, síður („lovehandles“), læri, mjaðmir, svæði kring um hné, fellingar sem myndast undir brjóstahöldurum og rasskinnar. Allt að 25% minnkun á fitu á því svæði sem meðhöndlað er getur sést eftir eina meðferð,“ segir Anton.

– Hvernig verður húðin á eftir, verður hún ekki slöpp?

„Eitt af því sem fólk hefur áhyggjur af þegar það léttist er hvort húðin verði slöpp á eftir. Þegar maður eldist minnkar teygjanleiki húðarinnar og líkur aukast á slappri og lausri húð. Ef fólk grennist mikið á skömmum tíma er einnig hætta á slappri húð. Hinn dæmigerði einstaklingur sem fer í fitufrystingu er hins vegar ekki í yfirvigt og fituminnkunin sem á sér stað fer fram á nokkrum vikum og jafnvel mánuðum. Þannig að ef húðin er með góðan teygjanleika fyrir meðferð mun hún að öllum líkindum dragast saman þegar fitan hverfur. Ef húðin er hins vegar slöpp fyrir mun hún líklegast vera slöpp áfram.“

– Hvað endist fitufrysting lengi?

„Fitufrystingin er varanleg fitueyðing þar sem hún eyðir þeim fitufrumum sem meðhöndlaðar eru. Ef viðkomandi hins vegar innbyrðir fleiri hitaeiningar en hann brennir (þ.e. fitnar) eftir meðferðina er hætta á nýrri fitusöfnun á meðhöndluðu svæðin eins og á önnur svæði. Því er ráðlagt að viðhalda heilbrigðum lífsstíl til að að viðhalda árangrinum.“

– Ertu með dæmi um einstakling sem hefur náð árangri með fitufrystingu?

„Þetta hef ég ekki frá fyrstu hendi en hef lesið um að frægir einstaklingar eins og Jennifer Aniston, Khloe Kardashian, Lindsay Lohan, Molly Sims og Mariah Carey hafi allar verið mjög ánægðar með fitufrystingarmeðferð. Einnig má nefna að Brynja Dan, markaðsstjóri S4S, er nýbúin í meðferð hjá okkur. Það verður gaman að sjá árangurinn koma fram og hægt að fylgjast með því bæði á Instagram-síðu Húðlæknastöðvarinnar og hjá Brynju sjálfri.“

– Hver er munurinn á að grennast hratt og minnka þannig eða fara í fitufrystingu?

„Aðalmunurinn er sá að með fitufrystingu er hægt að einbeita sér að vissum vandræðasvæðum sem fólk á erfitt með að losna við þrátt fyrir að grennast almennt. Þegar einstaklingar grennast almennt eru sumir til dæmis ósáttir við að verða „teknir“ í framan, það er að segja missa fyllingu í andliti sem viðkomandi hefði viljað halda. Með fitufrystingu er þetta ekki vandamál þar sem fitueyðingin er markviss og beinist að vissum svæðum.“

– Hefur þú sjálfur prófað fitufrystingu?

„Ég hef persónulega ekki prófað hana þar sem ég er með þannig líkamsbyggingu að ég á frekar í vandræðum með að halda þyngd en hitt. Hins vegar hefur stór hluti þeirra sem starfa á Húðlæknastöðinni prófað fitufrystinguna með mjög góðum árangri.“

Reglulega birtast fréttir af misheppnaðri fitufrystingu. Skiptir máli að það sé læknir sem gerir þessar aðgerðir?

„Sem betur fer er misheppnuð fitufrysting sjaldgæf. Það er hins vegar þannig að þetta eru öflug tæki sem í höndum rangra aðila geta verið hættuleg. Því er mikilvægt að meðferðirnar séu framkvæmdar af fagaðilum í umsjá húðlækna. Við á Húðlæknastöðinni höfum 20 ára reynslu af því að framkvæma ýmsar leysi- og aðrar húðmeðferðir með góðum árangri,“ segir hann.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

Í gær, 22:08 Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

Í gær, 21:41 Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

Í gær, 18:00 Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

Í gær, 14:00 „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

Í gær, 11:00 Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

Í gær, 05:00 Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

í fyrradag Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »

Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

í fyrradag Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinn í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti. Meira »

Útsýnishús við Háuhlíð komið á sölu

í fyrradag Háahlíð í Reykjavík er eitt fallegasta hús landsins. Um er að ræða fasteignina Háuhlíð 16 sem er 555 fm að stærð. Húsið var byggt 1955. Meira »

Forstjóri COS ánægð með Ísland

í fyrradag Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.  Meira »

Heiðrún Lind selur sína smekklegu íbúð

í fyrradag Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sett sína fögru íbúð á sölu.   Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

í fyrradag Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »

Af hverju ákvað Oprah að léttast?

13.6. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ákvað að skrá sig í Weight Watchers eftir að læknar hennar sögðu henni að hún ætti á hættu að greinast með sykursýki eftir nokkur ár. Meira »

Þetta gerir Svali til að minnka sólarexemið

13.6. Svali fann leið til þess að meðhöndla sólarexemið sem hann er með en hann er búsettur á Tenerife.   Meira »

Hatarinn Matthías Tryggvi mætti á Grímuna

13.6. Matthías Tryggvi Haraldsson einn af fjöllistahópnum Hatara lét sig ekki vanta á Grímuna sem fram fór í gærkvöldi.   Meira »

Þetta lærði Linda af krabbameininu

13.6. „Eitur og ljót hegðun stöðvast víst ekki þrátt fyrir að fólk sé að ganga í gegnum eitthvað í líkingu við það sem síðasta hálfa ár er búið að vera hjá okkur. Nei, síðustu vikur hafa nefnilega því miður boðið upp á framkomu sem taka alla orku frá veikum manneskjum og maka. Orku sem á bara að fara í það að hlúa að sér og sigra veikindin.“ Meira »

Íslensk Playboy-drottning selur húsið sitt

13.6. Arna Bára Karlsdóttir fyrirsæta og Playboy-kanína hefur sett hús sitt á sölu. Húsið er staðsett í Kristianstad í Svíþjóð og er 249 fm að stærð. Meira »

Svefnherbergið er minn uppáhaldsstaður

13.6. Jóna Vestfjörð Hannesdóttir lögfræðingur býr á tveimur stöðum í heiminum ásamt eiginmanni sínum, Hólmari Erni Eyjólfssyni.   Meira »

Gleðifréttir fyrir lífræna fólkið

12.6. Skin Food frá Weleda sló í gegn þegar það kom á markað 1926. Nú var að bætast í fjölskylduna sem er mikið gleðiefni.   Meira »

Af hverju fá stelpurnar meiri viðbrögð?

12.6. Óvíst er um framtíð áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Eru hlutirnir eins þegar strákar stilla sér upp eins og stelpurnar? Af hverju ekki? Meira »

Síðustu kvöldmáltíð Stefáns Karls fagnað

12.6. Steinunn Ólína segir að Stefán Karl heitinn hafi aldrei misst húmorinn og því kallar hann þennan hamborgara síðustu kvöldmáltíð Stefáns Karls. Meira »