Bronserarnir sem breyttu bransanum

Góður bronser getur frískað upp á andlitið samstundis.
Góður bronser getur frískað upp á andlitið samstundis. Chanel.

Góður bronser getur gert kraftaverk til að fríska upp á ásýndina. Bronserar hafa þróast gífurlega í gegnum tíðina, ýmsar áferðir hafa litið dagsins ljós og sumar formúlurnar farnar að státa af húðbætandi innihaldsefnum. Þeir sem tileinka sér vegan og/eða náttúrulegan lífsstíl hafa líka mun meira úrval í dag af bronserum en fyrir einungis nokkrum árum síðan. Hér eru nokkrir af bestu bronserunum sem breyttu förðunarbransanum.

BareMinerals BareSkin Sheer Sun Serum Bronzer
Léttur og fljótandi bronser sem er einnig nærandi fyrir húðina. Þessa formúlu má nota á margan hátt, t.d. eina og sér, út í dagkrem, út í sólarvörn, yfir farða og svona mætti lengi telja. Serum Bronzer er fisléttur á húðinni og er ótrúlega náttúrulegur svo margir þekktir förðunarfræðingar hafa sagt þennan bronser ávallt verða að vera í snyrtiveskinu.

BareMinerals BareSkin Sheer Sun Serum Bronzer.
BareMinerals BareSkin Sheer Sun Serum Bronzer.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour SPF 15
Fágun og tilgerðarleysi einkennir Les Beiges-púðrið frá Chanel en það kemur í sex litatónum og formúlunni er ætlað að framkalla mjúkan fókus og léttan ljóma á húðinni. Hægt er að fá púðrið í ljósum lit til að nota yfir farða eða í dekkri tónum svo hægt er að nota það sem sólarpúður. Síðan þetta púður kom á markað hefur það ávallt notið mikilla vinsælda.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour SPF 15
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour SPF 15

Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer
Sólarpúðrið frá Anastasia er vegan en það kom hvorki með látum né loforðum á snyrtivörumarkað en er þó eitt það allra besta sem ég hef prófað. Það kemur í sex litatónum og er hver þeirra sérstaklega hannaður fyrir mismunandi húð- og undirtóna svo það auðveldar þér valið á lit. Púðrið er sérlega fínlegt svo það samlagast húðinni fullkomlega og endist mjög vel. Fæst í Nola.

Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer.
Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer.

 

Shiseido Synchro Skin Cushion Compact Bronzer
Nýjasti bronserinn frá Shiseido breytir svo sannarlega leiknum því hann kemur í „cushion“-formi og er formúlan létt og mjög rakagefandi. Í þessum umbúðum hefur sjaldan verið auðveldara að framkalla sólkysst útlit þó maður sé á ferð og flugi en með sérstakri „synchronized“-tækni Shiseido lagar þessi karamellulitaða formúlu sig að þínum húðtón. Ef það er ekki nóg þá leiðréttir þessi ofur-bronser stórar svitaholur og fínar línur með því að draga úr ásýnd þeirra og heldur húðfitu í skefjum.

Shiseido Synchro Skin Cushion Compact Bronzer.
Shiseido Synchro Skin Cushion Compact Bronzer.

Sensai Bronzing Gel
Ein söluhæsta förðunarvaran á Íslandi er bronslitaða gelið frá Sensai sem inniheldur 70% vatn en þar af leiðandi er áferðin mjög létt og frískandi. Þetta gel kemur í þremur litatónum og er tilvalið til að bera yfir andlitið til að fá léttan lit án skuldbindingarinnar sem fylgir brúnkukremi. Gelið má sömuleiðis nota á bringu, axlir eða fótleggi þegar þú vilt aukinn lit og ljóma á þeim stöðum.

Sensai Bronzing Gel.
Sensai Bronzing Gel.


 

TanOrganic Duo Bronzer
Tvískipt sólarpúður sem samanstendur af náttúrulegum innihaldsefnum en annar helmingurinn er ljómapúður. Yfirleitt er litunum blandað saman fyrir náttúrulegan lit eða púðrin notuð í sitthvoru lagi til að móta andlitið. Á alla mælikvarða er þetta eitt besta sólarpúður sem til er á markaðnum en þó sérstaklega fyrir þá sem vilja náttúrulegar eða lífrænar snyrtivörur því loksins kom á markað sólarpúður í þeim flokkum sem býr yfir eðlilegum lit og góðri endingu á húðinni. Fæst hjá Elba.is.

TanOrganic Duo Bronzer.
TanOrganic Duo Bronzer.

 

YSL Les Sahariennes Sun-Kissed Blur Perfector
Yves Saint Laurent færir okkur bronser sem einnig afmáir ásýnd svitahola og grófrar áferðar húðarinnar. Kremuð formúlan verður púðurkennd við ásetningu og fyllir þannig upp í misfellur. Þessi bronser hefur verið mjög vinsæll í myndatökur og til dæmis í brúðarfarðanir.

YSL Les Sahariennes Sun-Kissed Blur Perfector.
YSL Les Sahariennes Sun-Kissed Blur Perfector.

Lancôme Le French Glow
Lancôme hefur lengi verið þekkt fyrir sólarpúðrin sín en nú í vor kemur sérlega fallegt sólarpúður frá merkinu sem nefnist Le French Glow Liberté, Egalité, Femininité Bronzing Palette. Fjórir mismunandi litatónar eru í púðrinu og eins og þið lásuð í heitinu þá sækir vorlína Lancôme innblástur í frönsku einkunnarorðin frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Lancôme Le French Glow.
Lancôme Le French Glow.

Shiseido Synchro Skin Cushion Compact Bronzer
Nú er kominn 

Guerlain Terracotta The Bronzing Powder.
Guerlain Terracotta The Bronzing Powder.

Guerlain Terracotta The Bronzing Powder
Það er ekki hægt að gera mistök með sólarpúðrunum frá Guerlain en þau eru líklega ein af fyrstu snyrtivöruminningum margra. Allir átta litirnir sem í boði eru virka raunverulegir á húðinni og er sólarpúðrið endingargott á húðinni og viðheldur raka hennar.

Bobbi Brown Shimmer Brick - Bronze.
Bobbi Brown Shimmer Brick - Bronze.

Bobbi Brown Shimmer Brick - Bronze
Hin goðsagnarkennda ljómapalletta Bobbi Brown er handgerð á Ítalíu og hefur í mörg ár átt fastan sess í snyrtiveskjum um heim allan. Shimmer Brick kemur í nokkrum litum en liturinn Bronze er sá sem byrjaði æðið og má nota sem ljóma- eða sólarpúður. Fimm mismunandi litatónar eru í pallettunni svo það má aðlaga litinn að þínum húðlit. Þess má geta að hin klassísku sólarpúður frá Bobbi Brown eru álíka goðsagnarkennd og þetta ljómapúður.

mbl.is

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

Í gær, 20:00 Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

Í gær, 17:00 Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

Í gær, 14:00 Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

Í gær, 10:00 Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

Í gær, 05:00 „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

í fyrradag Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

í fyrradag Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

í fyrradag Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

í fyrradag Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

í fyrradag „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »

Jónína og Gunnar selja húsið í Hveragerði

21.6. Detox-leiðtoginn Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn hafa ákveðið að setja hús sitt í Hveragerði á sölu. Meira »

„Ég fékk tár í augun og var bara orðlaus“

21.6. „Ég var í raun ekki að átta mig á þessu öllu þar sem þetta gerðist mjög hratt fyrr en ég var komin inn í herbergi þar sem ég átti að bíða eftir því að komast inn i herbergi í viðtal við Hair Magazine. Þarna stóð ég allt í einu með risa blómvönd og bikar.“ Meira »

90% af öldrun húðarinnar vegna sólar

21.6. Þegar við brennum þá hafa sólargeislarnir náð að skaða húðfrumur sem ræsir ónæmiskerfið til að hreinsa burt dauðar frumur og laga skemmdirnar sem eftir eru. Vegna bólgunnar þá er meira blóðflæði í húðinni og okkur getur fundist við líta frísklega út - svo lengi sem við erum ekki illa brunnin! Meira »

Kári og Valgerður á Midsummer Music

21.6. Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music hófst í gær með tónleikum í Eldborg sem báru yfirskriftina Minning um Flórens. Fram komu mikilsvirtir tónlistarmenn og fluttu verk eftir Brahms, Sjostakovitsj,... Meira »