Ein heitasta förðunarlína sumarsins

Ljómi og andstæður eru á meðal þess sem einkenna Cruise-förðunarlínu …
Ljómi og andstæður eru á meðal þess sem einkenna Cruise-förðunarlínu Chanel í ár en hún ber titilinn „Vision D´Asie: Lumiére Et Contraste.“

Gabrielle Chanel sagði eitt sinn að fegurð konunnar héldist í hendur við ljósið og friðinn sem geislaði af henni. 

Ljós, friður og útgeislun einkennir Cruise-förðunarlínu Chanel í ár en hún ber titilinn „Vision D´Asie: Lumiére Et Contraste.“ Lucia Pica, alþjóðlegur listrænn förðunar- og litahönnuður Chanel, ferðaðist um Asíu og sótti innblástur fyrir línuna í borgum á borð við Seoul og Tokyo. Hún tók ljósmyndir af hversdagslegum litum og formum á götum borganna sem reyndust vera sjónrænir fjársjóðir og endurspeglast í förðunarlínunni. „Ég vildi grípa tilfinninguna að vera í Austur-Asíu; andrúmsloftið þar fær mann til að titra,“ segir Pica en hrifning hennar á andstæðum kemur vel fram í Cruise-línunni þar sem ljómi og gljái mæta skugga og möttum áferðum.

Lucia Pica tók myndir á ferðalagi sínu um Austur-Asíu sem …
Lucia Pica tók myndir á ferðalagi sínu um Austur-Asíu sem endurspeglast í förðunarvörum línunnar.

Andlit

Chanel Duo Bronze Et Lumiére - Takmörkuð útgáfa
Ein af áhugaverðustu vörum línunnar er án efa Duo Bronze Et Lumiére en þetta er tvískipt púður sem kemur í tvennskonar litablöndu: ljósum og ferskjulituðum og svo súkkulaðibrúnum og gylltum. Auðvelt er að skyggja andlitið með dekkri útgáfunni á meðan ljósari útgáfan gefur andlitinu heildstæðan ljóma.

Chanel Duo Bronze Et Lumiére í litunum Clair og Medium.
Chanel Duo Bronze Et Lumiére í litunum Clair og Medium.

Augu

Chanel Les 4 Ombres - Takmörkuð útgáfa 
Augnskuggapallettan inniheldur fjóra liti og nefnist Lumiéres Naturelles en eins og nafnið gefur til kynna eru litirnir allir mildir, náttúrulegir og gefa mismikinn ljóma. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þessari augnskuggapallettu og það verður að segja að litla Chanel-merkið efst til vinstri á augnskugganum er sérlega skemmtilegt. 

Chanel Les 4 Ombres Multi Effect Quadra Eyeshadow í litnum …
Chanel Les 4 Ombres Multi Effect Quadra Eyeshadow í litnum Lumiéres Naturelles.

Chanel Stylo Ombre Et Contour
Þú færð augnskugga og eyeliner í einni vöru með Stylo Ombre Et Contour. Þessi formúla kemur í þremur litum innan línunnar og eru þeir hver öðrum fallegri og persónulegt uppáhald mitt. Formúlan rennur fyrirhafnarlaust yfir augnlokið eða við augnlínuna og helst þar uns þú ákveður að taka hana af. Litirnir vinna allir mjög vel saman svo það er óhætt að grípa jafnvel alla þrjá ef fjárhagurinn leyfir. 

Chanel Ombre Stylo Et Contour í litunum Vague, Metallic Flash …
Chanel Ombre Stylo Et Contour í litunum Vague, Metallic Flash og Pure Flesh.

Chanel Ombre Premiére Gloss Top Coat - Takmörkuð útgáfa 
Það gefur förðuninni nútímalegan blæ að setja glossaða áferð í miðju augnloksins eða yfir það allt. Ombre Premiére Gloss Top Coat kemur í gylltum og silfurlituðum tónum og skemmtilegt til að „poppa“ upp förðunina.

Chanel Ombre Premiére Gloss Top Coat í litunum Solaire og …
Chanel Ombre Premiére Gloss Top Coat í litunum Solaire og Lunaire.

Varir

Chanel Rouge Coco Flash 
Nýjasta varalitaformúla Chanel nefnist Rouge Coco Flash og kemur í þremur litum innan Cruise-línunnar. Þeir eru sérlega mjúkir, rakagefandi og fullkomnir fyrir sumarið. 

Chanel Rouge Coco Flash í litunum Lumiére og Contraste.
Chanel Rouge Coco Flash í litunum Lumiére og Contraste.
Chanel Rouge Coco Flash varalitirnir eru nýjasta varalitaformúla merkisins.
Chanel Rouge Coco Flash varalitirnir eru nýjasta varalitaformúla merkisins.Chanel Rouge Coco Gloss 
Gljámikil og rakagefandi Rouge Coco Gloss koma í tveimur litum og hafa pastel-áhrif á förðunina.

Chanel Rouge Coco Gloss í litunum Fraicheur og Aurora.
Chanel Rouge Coco Gloss í litunum Fraicheur og Aurora.
Chanel Rouge Coco Flash glossin eru gljámikil og rakagefandi.
Chanel Rouge Coco Flash glossin eru gljámikil og rakagefandi.Neglur

Chanel Le Vernis 
Þrjú naglalökk má finna innan förðunarlínunnar sem búa yfir mildum litatónum.

Chanel Le Vernis í litunum Purple Ray, Open Air og …
Chanel Le Vernis í litunum Purple Ray, Open Air og Afterglow.
mbl.is