Ein heitasta förðunarlína sumarsins

Ljómi og andstæður eru á meðal þess sem einkenna Cruise-förðunarlínu ...
Ljómi og andstæður eru á meðal þess sem einkenna Cruise-förðunarlínu Chanel í ár en hún ber titilinn „Vision D´Asie: Lumiére Et Contraste.“

Gabrielle Chanel sagði eitt sinn að fegurð konunnar héldist í hendur við ljósið og friðinn sem geislaði af henni. 

Ljós, friður og útgeislun einkennir Cruise-förðunarlínu Chanel í ár en hún ber titilinn „Vision D´Asie: Lumiére Et Contraste.“ Lucia Pica, alþjóðlegur listrænn förðunar- og litahönnuður Chanel, ferðaðist um Asíu og sótti innblástur fyrir línuna í borgum á borð við Seoul og Tokyo. Hún tók ljósmyndir af hversdagslegum litum og formum á götum borganna sem reyndust vera sjónrænir fjársjóðir og endurspeglast í förðunarlínunni. „Ég vildi grípa tilfinninguna að vera í Austur-Asíu; andrúmsloftið þar fær mann til að titra,“ segir Pica en hrifning hennar á andstæðum kemur vel fram í Cruise-línunni þar sem ljómi og gljái mæta skugga og möttum áferðum.

Lucia Pica tók myndir á ferðalagi sínu um Austur-Asíu sem ...
Lucia Pica tók myndir á ferðalagi sínu um Austur-Asíu sem endurspeglast í förðunarvörum línunnar.

Andlit

Chanel Duo Bronze Et Lumiére - Takmörkuð útgáfa
Ein af áhugaverðustu vörum línunnar er án efa Duo Bronze Et Lumiére en þetta er tvískipt púður sem kemur í tvennskonar litablöndu: ljósum og ferskjulituðum og svo súkkulaðibrúnum og gylltum. Auðvelt er að skyggja andlitið með dekkri útgáfunni á meðan ljósari útgáfan gefur andlitinu heildstæðan ljóma.

Chanel Duo Bronze Et Lumiére í litunum Clair og Medium.
Chanel Duo Bronze Et Lumiére í litunum Clair og Medium.

Augu

Chanel Les 4 Ombres - Takmörkuð útgáfa 
Augnskuggapallettan inniheldur fjóra liti og nefnist Lumiéres Naturelles en eins og nafnið gefur til kynna eru litirnir allir mildir, náttúrulegir og gefa mismikinn ljóma. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þessari augnskuggapallettu og það verður að segja að litla Chanel-merkið efst til vinstri á augnskugganum er sérlega skemmtilegt. 

Chanel Les 4 Ombres Multi Effect Quadra Eyeshadow í litnum ...
Chanel Les 4 Ombres Multi Effect Quadra Eyeshadow í litnum Lumiéres Naturelles.

Chanel Stylo Ombre Et Contour
Þú færð augnskugga og eyeliner í einni vöru með Stylo Ombre Et Contour. Þessi formúla kemur í þremur litum innan línunnar og eru þeir hver öðrum fallegri og persónulegt uppáhald mitt. Formúlan rennur fyrirhafnarlaust yfir augnlokið eða við augnlínuna og helst þar uns þú ákveður að taka hana af. Litirnir vinna allir mjög vel saman svo það er óhætt að grípa jafnvel alla þrjá ef fjárhagurinn leyfir. 

Chanel Ombre Stylo Et Contour í litunum Vague, Metallic Flash ...
Chanel Ombre Stylo Et Contour í litunum Vague, Metallic Flash og Pure Flesh.

Chanel Ombre Premiére Gloss Top Coat - Takmörkuð útgáfa 
Það gefur förðuninni nútímalegan blæ að setja glossaða áferð í miðju augnloksins eða yfir það allt. Ombre Premiére Gloss Top Coat kemur í gylltum og silfurlituðum tónum og skemmtilegt til að „poppa“ upp förðunina.

Chanel Ombre Premiére Gloss Top Coat í litunum Solaire og ...
Chanel Ombre Premiére Gloss Top Coat í litunum Solaire og Lunaire.

Varir

Chanel Rouge Coco Flash 
Nýjasta varalitaformúla Chanel nefnist Rouge Coco Flash og kemur í þremur litum innan Cruise-línunnar. Þeir eru sérlega mjúkir, rakagefandi og fullkomnir fyrir sumarið. 

Chanel Rouge Coco Flash í litunum Lumiére og Contraste.
Chanel Rouge Coco Flash í litunum Lumiére og Contraste.
Chanel Rouge Coco Flash varalitirnir eru nýjasta varalitaformúla merkisins.
Chanel Rouge Coco Flash varalitirnir eru nýjasta varalitaformúla merkisins.



Chanel Rouge Coco Gloss 
Gljámikil og rakagefandi Rouge Coco Gloss koma í tveimur litum og hafa pastel-áhrif á förðunina.

Chanel Rouge Coco Gloss í litunum Fraicheur og Aurora.
Chanel Rouge Coco Gloss í litunum Fraicheur og Aurora.
Chanel Rouge Coco Flash glossin eru gljámikil og rakagefandi.
Chanel Rouge Coco Flash glossin eru gljámikil og rakagefandi.



Neglur

Chanel Le Vernis 
Þrjú naglalökk má finna innan förðunarlínunnar sem búa yfir mildum litatónum.

Chanel Le Vernis í litunum Purple Ray, Open Air og ...
Chanel Le Vernis í litunum Purple Ray, Open Air og Afterglow.
mbl.is

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

05:00 Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

Í gær, 22:00 Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

Í gær, 19:13 Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

Í gær, 18:00 Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

Í gær, 15:00 Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

Í gær, 11:00 Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

í gær Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

í fyrradag Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

í fyrradag Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

í fyrradag Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

í fyrradag Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

í fyrradag Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

í fyrradag Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

16.6. Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

15.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

15.6. Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

15.6. Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

15.6. „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

15.6. Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

15.6. Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

14.6. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »