Skrautleg jakkaföt á Tony-verðlaunahátíðinni

Hinn bráðskemmtilegi James Corden í sjúklega töff jakkafötum ásamt Julia …
Hinn bráðskemmtilegi James Corden í sjúklega töff jakkafötum ásamt Julia Carey. AFP

Skrautleg jakkaföt voru áberandi á Tony-verðlaunahátíðinni um helgina. Jakkafötin voru ekki bara skrautleg heldur voru margar stjörnur einnig í fallega mynstruðum kjólum.Tony-verðlaunahátíðin var haldin í 73. sinn í New York um helgina. Í tilefni af hinsegin mánuði var bakgrunnurinn á rauða dreglinum í regnbogalitunum. 

Listamaðurinn Billy Porter stal senunni, enn og aftur, í stórglæsilegum rauðum samfestingi með bleiku slöri. Skór leikarans Andre De Shields fóru þó langleiðina með að stela senunni af Porter.

Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita í sjúklegum jakkafötum.
Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita í sjúklegum jakkafötum. AFP
Hamish Bowles klæddist einnig einstaklega fallegum bleikum blómajakkafötum.
Hamish Bowles klæddist einnig einstaklega fallegum bleikum blómajakkafötum. AFP
Ritstjóri Vogue, Anna Wintour, ásamt dóttur sinni Bee Schaffer.
Ritstjóri Vogue, Anna Wintour, ásamt dóttur sinni Bee Schaffer. AFP
Tina Fey í mjög fallegri gylltri dragt.
Tina Fey í mjög fallegri gylltri dragt. AFP
Billy Porter stal senunni.
Billy Porter stal senunni. AFP
Leikarinn Andre De Shields.
Leikarinn Andre De Shields. AFP
Skór Andre De Shields stálu senunni af Billy Porter.
Skór Andre De Shields stálu senunni af Billy Porter. AFP
mbl.is