Tíska er eitt af því sem skilgreinir okkur

Þórunn Edda Anspach er mikill fagurkeri.
Þórunn Edda Anspach er mikill fagurkeri.

Þórunn Edda Anspach rak verslunina Kisuna í Reykjavík í nokkur ár. Nú er hún flutt aftur til Parísar eftir að hafa búið á Íslandi og í New York. Hún kann að njóta lífsins og er mikill fagurkeri. Hún elskar falleg blóm, gott nudd og ljúffengan mat.

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Það jafnast ekkert á við gott nudd. Þegar ég flutti aftur til Parísar eftir 14 ár erlendis ákvað ég að reyna að finna besta nuddið í París. Til að gera upplifunina jafnvel betri hef ég unnið að því með vinkonu minni sem starfar hjá fágætu móttökufyrirtæki, svo fyrir hana er þetta vinna. Við erum ennþá að vinna í listanum okkar.

Ég nýt þess einnig að fara í gönguferðir, helst í Lúxumborgargarðinum. Ég nýt þess að ganga hratt. Það er svo gott fyrir okkur. Ég fór eitt sinn til læknis í New York sem gaf mér tvö góð ráð: að ganga hálfa klukkustund á dag (gott fyrir hug og líkama) og reyna að borða eins lítið af sykri og hægt er. Ég hef það hugfast, en finnst það ekki alltaf auðvelt. Annað sem ég elska að gera er að finna fallega hluti fyrir heimilið.

Þá fer ég stundum á flóamarkaði, sem eru einstakir í París, eða í verslanir sem selja antík og hönnunarvörur í á Rue de Seine, Rue de Verneuil og þar í kring.

Síðan er fátt sem lætur mér líða jafn vel og blóm. Ég kaupi mér alls konar blóm og bý til mína eigin vendi sem ég set út um allt húsið. Mér finnst það æðislegt.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„Ef ég þyrfti að velja eitt vörumerki væri það Dries Van Noten. Að kaupa hluti úr þeirri línu er eins og að kaupa listmuni. Sniðið, litirnir og prentið frá þeim eru svo klæðileg og standast tímans tönn.“

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Tískan er eitt af því sem skilgreinir okkur. Það er mikilvægt að finna út hvað klæðir okkur best og síðan leita eftir því sem okkur finnst fallegt. Það sem mér þótti svo dásamlegt með Kisuna, bæði í Reykjavík og í New York, var að fá tækifæri til að velja áhugaverða hluti frá flottum tískuhúsum og síðan að aðstoða konur við að finna fatnað sem hentar þeim. Bestu verðlaunin voru að fá viðskiptavininn aftur með hrós í hnappagatinu frá fólkinu í kringum sig.“

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

„Mintugrænn hefur löngum verið minn uppáhaldslitur, en þegar sumarið kemur er kóralrauður alltaf flottur.“

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

„Ég keypti mér síðast japanskan tímabils-kímónó. Ég elska að fara að versla með dætrum mínum, ekki síst að verja tíma með þeim á meðan þær finna sér fallega hluti, líkt og mér finnst gaman að finna fágætan fatnað, sem ég nota svo vanalega aldrei og enda á að gefa þá flík áfram.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Ég keypti mér jógafatnað frá Alo Yoga í New York. Þótt ég sé ekki mikið fyrir íþróttir fer ég af stað til að geta klæðst fatnaðinum.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en mest ómissandi hluturinn minn er iPhone-síminn minn.

Ég tók eftir því nýverið hvað maður gerir mikið í símanum. Mér brá að sjá hvað það er víðfeðmt svo ég ákvað að byrja að ganga með litla myndavél á mér og ég er alltaf með hana á mér.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Ég er alltaf með Shiseido hydro liquid compact-meikið á mér. RMS-varalit, Sisley coral-varalitablýant og stundum Byredo Gypsy-ilmvatnið mitt.“

Hver er uppáhaldsverslunin þín?

„Í París verð ég að segja Dries Van Noten-verslunin sem er í 6. hverfinu, nálægt Les Beaux Arts þar sem móðir mín, Högna arkitekt, lærði arkitektúr.

Fatnaðurinn er einstakur en satt best að segja elska ég verslunina líka, hún er eins og húsnæði, með fullt af antík í mjög einstöku umhverfi. Ég dýrka einnig Astier de Villatte, ég er að safna keramíkdiskum og -bollum og ég elska allt við þá verslun.

Að lokum verð ég að minnast á Le Bon Marché þar sem ég versla þar oft. Ég er hrifnust af því þegar þeir búa til þemu á borð við Los Angeles og Geek but Chic.“

Hver er uppáhaldsborgin til að versla?

„Ég varði nýverið viku í Antwerpen og elskaði að versla þar. Dries Van Noten var fáanlegt þar sem og Christan Wijnants, Ann Demeulemeester og fallegar antíkverslanir þar.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Jakki sem ég keypti fyrir 12 árum hjá Isabel Marant sem gerir mig hamingjusama í hvert skipti sem ég er í honum.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Ég á tvo uppáhaldsstaði; Austur-Indíafjelagið og Snaps. Sá fyrrnefndi er einn besti indverski staður í heimi að mínu mati. Stemningin á Snaps er sú áhugaverðasta að mínu mati. Í New York er uppáhaldsstaðurinn minn Agern þar sem Gunnar Gíslason er. Maturinn er einstakur þar; ég elska ribeye og frönsku kartöflurnar.“

Uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Jógurt með berjum og hnetum ásamt heilhveitibrauði með osti og ljúffengu kaffi.“

Uppáhaldssmáforrit?

„Instagram.“

Hvað er á óskalistanum?

„Heimur án plastefna...“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

20:00 Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

17:00 Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

14:00 Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

10:00 Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

05:00 „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

í gær Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

í gær Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

í gær Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

í gær Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

í gær „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

í fyrradag Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »

Jónína og Gunnar selja húsið í Hveragerði

21.6. Detox-leiðtoginn Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn hafa ákveðið að setja hús sitt í Hveragerði á sölu. Meira »

„Ég fékk tár í augun og var bara orðlaus“

21.6. „Ég var í raun ekki að átta mig á þessu öllu þar sem þetta gerðist mjög hratt fyrr en ég var komin inn í herbergi þar sem ég átti að bíða eftir því að komast inn i herbergi í viðtal við Hair Magazine. Þarna stóð ég allt í einu með risa blómvönd og bikar.“ Meira »

90% af öldrun húðarinnar vegna sólar

21.6. Þegar við brennum þá hafa sólargeislarnir náð að skaða húðfrumur sem ræsir ónæmiskerfið til að hreinsa burt dauðar frumur og laga skemmdirnar sem eftir eru. Vegna bólgunnar þá er meira blóðflæði í húðinni og okkur getur fundist við líta frísklega út - svo lengi sem við erum ekki illa brunnin! Meira »

Kári og Valgerður á Midsummer Music

21.6. Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music hófst í gær með tónleikum í Eldborg sem báru yfirskriftina Minning um Flórens. Fram komu mikilsvirtir tónlistarmenn og fluttu verk eftir Brahms, Sjostakovitsj,... Meira »