Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvað hún geti gert til …
Íslensk kona veltir fyrir sér hvað hún geti gert til að fá sléttari húð. mbl.is/Thinkstock

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér kemur spurning frá konu sem þráir sléttari húð og veltir fyrir sér hvað sé til ráða?

Blessuð Jenna Huld. 

Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?

Kveðja, ÞK

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Sæl.

Já Dermapen-örnálameðferð myndi henta þér fullkomlega. Dermapen örvar kollagenframleiðslu húðarinnar með því að valda örlitlum skaða djúpt í húðinni þannig að viðgerðarferli fer af stað. Þessi meðferð hentar einstaklega vel til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar og virkar best ef það er ekki kominn mikill slappleiki í húðina. Í þeim tilfellum myndi ég frekar mæla með picolasernum sem er öflugri og eykur meira þéttleikann í húðinni. Dermapen eða örnálameðferð hefur dýpri virkni en húðslípun og medical peel með ávaxtasýrum einfaldlega af því að hann fer dýpra niður í leðurhúðina. Til að ná því þarf að deyfa húðina vel áður, t.d. með EMLA-deyfikremi í einn klukkutíma, annars verður meðferðin mjög sársaukafull og nær ekki tilætluðum árangri. Til að ná hámarksárangri mæli ég svo með virkri húðmeðferð fyrir og eftir meðferðina, þ.e.a.s. retinóíða- eða A-vítamínkremum, andoxunarefnum og sólarvörn. Mikilvægt er þó að hætta að nota retinóíðana og forðast sól í eina viku fyrir meðferðina til að húðin verði ekki of ert. Ég myndi ávallt ráðleggja þér að fá mat húðlæknis áður en þú byrjar þar sem þó að þetta sé mjög örugg meðferð í réttum höndum þá eru mikilvægar frábendingar. Það á sem sagt ekki að meðhöndla húðina með Dermapen/örnálameðferð ef húðin er:

  • Bólgin, eins og í virkum bólusjúkdómi eða rósroða
  • Sýkt, eins og t.d. ef frunsa er til staðar
  • Tilhneiging til að mynda ljót ör
  • Húðkrabbamein til staðar

En eins og ég segi: mjög góð og örugg meðferð, gefur skemmtilegan gljáa, eykur þéttleika og minnkar svitaholur og fínar línur. Getur stundum hjálpað til við grunn ör líka.

Kær kveðja,

Jenna Huld. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál