Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Rihanna var með hárið í löngum fléttum.
Rihanna var með hárið í löngum fléttum. AFP

Tónlistarkonan og tískuhönnuðurinn Rihanna var sjóðandi heit í bleikum hlýrakjól í New York-borg á þriðjudagskvöldið þegar hún fagnaði pop-up verslun Fenty þar í borg. 

Rihanna klæddist bleikum hælum og stórum litríkum eyrnalokkum með kjólnum. Tónlistarkonan var þremur tímum of sein í sitt eigið partý, en það skiptir ekki máli þegar þú ert jafn töff og Rihanna. 

Rihanna er ekki hrædd við að klæðast ólíkum litum saman og var hún með túrkísbláar langar neglur við. Táneglurnar voru aftur á móti lakkaðar hvítar.

Kjóllinn er einstaklega flottur í sniðinu og hentar vaxtarlagi tónlistarkonunnar …
Kjóllinn er einstaklega flottur í sniðinu og hentar vaxtarlagi tónlistarkonunnar vel. AFP
Rihanna.
Rihanna. AFP
mbl.is