„Ég fékk tár í augun og var bara orðlaus“

Hér er Katrín Sif Jónsdóttir fyrir miðju ásamt Elsu Haraldsdóttur …
Hér er Katrín Sif Jónsdóttir fyrir miðju ásamt Elsu Haraldsdóttur og Berit Olimb.

Katrín Sif Jónsdóttir hárgreiðslumeistari á hársnyrtistofunni Sprey var valin hársnyrtir Íslands á Nordic Hair Awards & Expo sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum. Katrín Sif er í skýjunum með þennan titil og segir að þessi keppni hafi verið haldin í fyrsta skipti í Danmörku þar sem hárfagmenn og heildsölur koma saman. 

„Ég reyni að grípa öll tækifæri sem gefast og fannst mér ótrúlega gaman að Ísland sé með í svona flottri hátíð eins og þessari. Þegar ég heyri nafnið mitt varð ég mjög hissa því ég var í raun ekki tilbúin eða eitthvað viss um að svo færi. Ég var í raun ekki að átta mig á þessu öllu þar sem þetta gerðist mjög hratt fyrr en ég var komin inn í herbergi þar sem ég átti að bíða eftir því að komast inn i herbergi í viðtal við Hair Magazine. Þarna stóð ég allt í einu með risa blómvönd og bikar. Ég fékk tár í augun og var bara orðlaus,“ segir Katrín sem er mjög þakklát og hrærð en tvær af hennar bestu vinkonum voru með í för og segir hún að það hafi verið ómetanlegt að hafa þær sér við hlið. 

„Ég er svo þakklát að tvær af mínu bestu vinkonum hafi verið með mér úti að fagna þessu augnabliki í lífi mínu. Ég er svo þakklát líka fyrir allt fólkið í kringum mig sem efaðist aldrei og studdi mig áfram.“

-Hvað gerist næst?

„Ég í raun veit ekki hvað er næst, ég mun alltaf halda áfram, ýta mér áfram og prófa mig áfram í hári og tísku. Vona að fleiri tækifæri koma upp á borðið og er fyrst og fremst að fagna þessum áfanga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál