Svona massar þú sumartískuna með stæl

Rihanna sameinar hér tvennt, satínkjól í skærum lit.
Rihanna sameinar hér tvennt, satínkjól í skærum lit. AFP

Hvert sumar hefur sín eigin trend og þetta sumar er engin undantekning. Tískan gengur í hringi eins og við vitum og því er skemmtilegt að líta yfir það sem er í tísku núna og sjá nokkrar endurkomur frá síðustu áratugum 20. aldarinnar. 

Skærir litir

Það fer ekkert á milli mála að föt í skærum litum, hvort sem það er grænn, gulur, bleikur eða appelsínugulur eru að slá í gegn um þessar mundir. Það getur verið einstaklega töff að para saman leðurbuxur og skæra skyrtu, nú eða bara fara all-in og skella sér í skærgræna dragt.

Skrítin sólgleraugu

Skemmtilega löguð sólgleraugu hafa nú reyndar verið í tísku lengi. Drottningar á borð við Rihönnu og Kim Kardashian hafa meira að segja skartað þeim og hannað sín eigin. Hér á landi er hægt að finna skemmtileg sólgleraugu víða í verslunum á borð við Spútnik, Zöru, Vero Moda eða H&M. 

Skærgræn dragt og skrítin sólgleraugu. Er eitthvað flottara?
Skærgræn dragt og skrítin sólgleraugu. Er eitthvað flottara? AFP

Satínkjólar með litlum hlýrum

Ef þú fylgdist með brúðkaupi ársins á Ítalíu tókstu kannski eftir því að satínkjólar með þunnum hlýrum eru komnir aftur. Þeir voru einstaklega vinsælir á meðal stjarnanna á rauða dreglinum í Hollywood í kringum aldamótin. 

Fanney Ingvars og Steffy Jakobs í ótrúlega flottum kjólum í …
Fanney Ingvars og Steffy Jakobs í ótrúlega flottum kjólum í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru. skjáskot/Instagram

Khaki-samfestingar

Grófir vinnukarlasamfestingar eru í flestum sumarlínum þetta árið. Samfestingar geta verið einstaklega þægilegur klæðnaður. Þessir grófu vinnukarlasamfestingar eru snilld þegar það kemur að þægindum. Það er hægt að klæða þá upp og niður með skóm, belti og fylgihlutum. Það er einn sjúklega töff í sumarlínu 66° Norður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

View this post on Instagram

A post shared by GDRN (@eyfjord) on Apr 3, 2019 at 8:27am PDT


 

Midi-kjólar

Kjólar sem ná niður á miðja kálfa eru einstaklega vinsælir í dag. Stór kostur við þessa lengd af kjólum er að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að hann fari of ofarlega, né að maður stígi á endana. Svo koma þeir líka ótrúlega vel út með hvítum sokkum og hvítum strigaskóm. 

Erna Hrund í æðislega fallegum kjól sem fæst í AndreabyAndrea. …
Erna Hrund í æðislega fallegum kjól sem fæst í AndreabyAndrea. Hún er einnig í hvítum strigaskóm við sem er negla. skjáskot/Instagram

Stórir satínjakkar

Stórir og síðir satínjakkar sem ná langt niður fyrir rassinn eru mjög heitir núna, og mjög klæðilegir einnig. Drottningin sjálf Rihanna hefur rokkað þannig nýlega. Einnig Jameela Jamil.

Jameela Jamil í sægrænni satíndragt.
Jameela Jamil í sægrænni satíndragt. AFP
Tessa Thompson í ótrúlega flottum satínjakka.
Tessa Thompson í ótrúlega flottum satínjakka. AFP



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál