Svona massar þú sumartískuna með stæl

Rihanna sameinar hér tvennt, satínkjól í skærum lit.
Rihanna sameinar hér tvennt, satínkjól í skærum lit. AFP

Hvert sumar hefur sín eigin trend og þetta sumar er engin undantekning. Tískan gengur í hringi eins og við vitum og því er skemmtilegt að líta yfir það sem er í tísku núna og sjá nokkrar endurkomur frá síðustu áratugum 20. aldarinnar. 

Skærir litir

Það fer ekkert á milli mála að föt í skærum litum, hvort sem það er grænn, gulur, bleikur eða appelsínugulur eru að slá í gegn um þessar mundir. Það getur verið einstaklega töff að para saman leðurbuxur og skæra skyrtu, nú eða bara fara all-in og skella sér í skærgræna dragt.

Skrítin sólgleraugu

Skemmtilega löguð sólgleraugu hafa nú reyndar verið í tísku lengi. Drottningar á borð við Rihönnu og Kim Kardashian hafa meira að segja skartað þeim og hannað sín eigin. Hér á landi er hægt að finna skemmtileg sólgleraugu víða í verslunum á borð við Spútnik, Zöru, Vero Moda eða H&M. 

Skærgræn dragt og skrítin sólgleraugu. Er eitthvað flottara?
Skærgræn dragt og skrítin sólgleraugu. Er eitthvað flottara? AFP

Satínkjólar með litlum hlýrum

Ef þú fylgdist með brúðkaupi ársins á Ítalíu tókstu kannski eftir því að satínkjólar með þunnum hlýrum eru komnir aftur. Þeir voru einstaklega vinsælir á meðal stjarnanna á rauða dreglinum í Hollywood í kringum aldamótin. 

Fanney Ingvars og Steffy Jakobs í ótrúlega flottum kjólum í ...
Fanney Ingvars og Steffy Jakobs í ótrúlega flottum kjólum í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru. skjáskot/Instagram

Khaki-samfestingar

Grófir vinnukarlasamfestingar eru í flestum sumarlínum þetta árið. Samfestingar geta verið einstaklega þægilegur klæðnaður. Þessir grófu vinnukarlasamfestingar eru snilld þegar það kemur að þægindum. Það er hægt að klæða þá upp og niður með skóm, belti og fylgihlutum. Það er einn sjúklega töff í sumarlínu 66° Norður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

View this post on Instagram

A post shared by GDRN (@eyfjord) on Apr 3, 2019 at 8:27am PDT


 

Midi-kjólar

Kjólar sem ná niður á miðja kálfa eru einstaklega vinsælir í dag. Stór kostur við þessa lengd af kjólum er að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að hann fari of ofarlega, né að maður stígi á endana. Svo koma þeir líka ótrúlega vel út með hvítum sokkum og hvítum strigaskóm. 

Erna Hrund í æðislega fallegum kjól sem fæst í AndreabyAndrea. ...
Erna Hrund í æðislega fallegum kjól sem fæst í AndreabyAndrea. Hún er einnig í hvítum strigaskóm við sem er negla. skjáskot/Instagram

Stórir satínjakkar

Stórir og síðir satínjakkar sem ná langt niður fyrir rassinn eru mjög heitir núna, og mjög klæðilegir einnig. Drottningin sjálf Rihanna hefur rokkað þannig nýlega. Einnig Jameela Jamil.

Jameela Jamil í sægrænni satíndragt.
Jameela Jamil í sægrænni satíndragt. AFP
Tessa Thompson í ótrúlega flottum satínjakka.
Tessa Thompson í ótrúlega flottum satínjakka. AFPmbl.is

Áhuginn kviknaði í Noregi

10:00 Á Ísafirði hefur verið starfræktur svokallaður félagslandbúnaður í nokkur ár undir heitinu Gróandi en stofnandi félagsins, Hildur Dagbjört Arnardóttir, er mikil talskona umhverfisverndar og sjálfbærrar ræktunar hvers konar. Meira »

Fallegasta brúður í heimi?

05:00 Gigi Gorgeous gekk upp að altarinu nýverið og er að mati margra ein fallegasta brúður sem sögur fara af. Olíu-erfinginn Nats Getty virtist missa andann við að sjá tilvonandi eiginkonu sína ganga að altarinu. Meira »

Algengustu kynlífsfantasíurnar

Í gær, 21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

Í gær, 19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

Í gær, 14:00 Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

í gær „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

í gær Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

í gær Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í fyrradag Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í fyrradag Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

í fyrradag Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

21.7. Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

21.7. Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »
Meira píla