Farðarðu þig með klósettburstanum?

Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt og fljótlegt að hreinsa …
Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt og fljótlegt að hreinsa förðunarburstana eftir að StylPro kom á markað.

Skaðlegar bakteríur má finna á förðunarburstum og leiddi nýleg könnun í ljós að tæplega helmingur kvenna þvær burstana aldrei. Eftir að hafa lesið þessa grein um skaðsemi baktería á förðunarburstum er tími til kominn að vekja athygli á þessari staðreynd um hversu mikið magn af bakteríum má finna á óhreinum förðunarburstum. Í rannsókn á hinum ýmsu förðunarburstum fólks mátti finna sama magn baktería og á klósettbursta eða klósettsetum. Graftarkýli og stíflaðar svitaholur eru afleiðingar óhreinna förðunarbursta en slæmar bakteríur sem setjast í burstana þína geta einnig stuðlað að augnsýkingu, sveppum, vírusum og öðrum sýkingum. Sjálf þvæ ég alla förðunarbursta mína einu sinni í viku en það tekur svolítinn tíma og svo tók enn þá lengri tíma fyrir þá að þorna.

Allar efasemdir hurfu

Ég vissi af sérstakri ,,burstaþvottavél” sem nefnist StylPro en ég var efins um að nota hana þar sem sumir notendur telja tækið hafa gert förðunarburstana sína úfnari eftir þvottinn. Beautybox.is, umboðsaðili StylPro á Íslandi, hafði þó það mikla trú á vörunni að þau vildu senda mér hana til að prófa sjálf. Ég þáði boðið og eftir fyrstu notkun breyttist skoðun mín á StylPro gjörsamlega. Ekki nóg með að förðunarburstarnir mínir voru allir hreinir og þurrir á mettíma þá var það virkilega skemmtilegt að nota tækið. 

Tvö mismunandi sett í boði

Hægt er að kaupa Original- eða Expert-sett og með tækinu fylgja sérstakar sílikon-festingar sem settar eru efst á förðunarburstann og hann tengdur við snúningstækið. Expert-settið inniheldur fleiri sílikonfestingar og tímastillt snúningstæki. StylPro-skálin er gerð úr tritan og er óbrjótanleg og má setja í uppþvottavél. Með Expert-settinu er stærri skál ásamt undirskál sem hægt er að hella óhreinu vatninu í á skotstundu. Prufur af StylPro-burstahreinsinum fylgja einnig með. 

StylPro Original, 6.490 kr. (Beautybox.is)
StylPro Original, 6.490 kr. (Beautybox.is)
StylPro Expert, 9.790 kr. (Beautybox.is)
StylPro Expert, 9.790 kr. (Beautybox.is)

Hvernig á að nota tækið? 

Það er einfaldast á horfa á þetta sýningarmyndband en þetta er þó afar einfalt. Þú finnur sílikonfestingu sem passar aftan á förðunarburstann og tengir við snúningstækið. Næst hellirðu 10 ml af burstahreinsi í skálina, dýfir burstanum nokkrum sinnum ofan í en passar að vökvinn nái ekki að festingu burstaháranna. Svo ýtirðu einfaldlega á takkann og horfir á burstann verða tandurhreinan á nokkrum sekúndum. Í lokin leyfirðu burstanum að snúast fyrir ofan vökvann í nokkrar sekúndur til að þorna. 

Hvaða hreinsivökva á að nota með?

Í raun má nota hvaða burstahreinsi sem er með StylPro, jafnvel vatn og bakteríudrepandi handsápu. Sjálf hef ég ávallt notað MAC-burstahreinsinn en prófaði StylPro-hreinsinn og hann var virkilega góður. Sá síðarnefndi er laus við alkóhól, óæskileg aukaefni og er vegan. Ég hélt reyndar að það þyrfti alkóhól í hreinsinn en StylPro-snúningstækið snýr burstanum á slíkum hraðar að bakteríurnar þeytast af. Ég setti spurningarmerki við þessa staðreynd en í mælingum á bakteríum í förðunarburstunum eftir þvott þá fundust nær engar svo kannski að alkóhólið sé óþarft. 

Ég fór úr því að taka tæpa tvo klukkutíma í að þvo 46 förðunarbursta og sólarhring að þurrka þá yfir í að þvo og þurrka þá alla á hálftíma. Snúningurinn í hreinsiferlinu kann að ýta við burstahárunum en frekar vil ég bakteríulausa bursta og endurnýja þá aðeins oftar. 

Fylgstu með á bak við tjöldin:

Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál