Steldu stílnum frá Alexöndru Helgu

Alexandra Helga hefur klæðst mikið hvítu í brúðkaupsferðinni.
Alexandra Helga hefur klæðst mikið hvítu í brúðkaupsferðinni. Skjáskot/Instagram

Maldíveyjar og Balí þurfa ekki að vera á dagskrá hjá þér til að stela stíl Alexöndru Helgu Ívarsdóttur úr brúðkaupsferð hennar og Gylfa Sigurðssonar. Þótt þú sért bara á leið til Tenerife eða í Laugardalinn á góðum degi má læra ýmislegt af Alexöndru Helgu. Hún sannar að góð taska, hvít föt, sandalar og flottur sundbolur eru nauðsynleg í fríinu. 

Alexandra er oftast með nokkur sundföt meðferðis en ef þú ert hins vegar að ferðast með eina tíu kílóa handtösku en ekki einkaþotu gætir þú þurft að velja og hafna. Einn af flottari sundbolum sem Alexandra er með meðferðis er frá hátískumerkinu Fendi. Hægt er að kaupa eins sundbol í vefverslun Fendi á 390 evrur eða um 55 þúsund íslenskar krónur. 

ljósmynd/Fendi
View this post on Instagram

Honeymoon 💍😆

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Jun 27, 2019 at 10:42am PDT

Góðir sandalar eru auðvitað algjört lykilatriði þar sem heitt er. Alexandra hefur sést nota sandala frá Christian Dior í brúðkaupsferðinni. Hægt er að kaupa sandala með áletruninni Christian Dior í vefverslun Dior á 650 pund eða rétt rúmlega 100 þúsund krónur. 

View this post on Instagram

💙

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Jun 29, 2019 at 8:13am PDT

Eins og allt ferðafólk veit þá er nauðsynlegt að vera með góðan og stóran ferðapung með sér. Alexandra Helga er þó með mittistösku af dýrari gerðinni frá Louis Vuitton. Kostar nýmóðins ferðapungur á vef Louis Vuitton 1.500 Bandaríkjadali eða tæplega 190 þúsund íslenskar krónur. 

Mittistaska frá Louis Vuitton.
Mittistaska frá Louis Vuitton.
Alexandra Helga með mittistösku frá Louis Vuitton yfir öxlina á …
Alexandra Helga með mittistösku frá Louis Vuitton yfir öxlina á Balí. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál