Tískukóngur les tískuhúsum pistilinn

Jean Paul Gaultier og Madonna saman á Met Gala árið …
Jean Paul Gaultier og Madonna saman á Met Gala árið 2018 en hönnuðurinn er í uppáhaldi hjá söngkonunni. mbl.is/AFP

Franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier sagði í viðtali við BBC á dögunum að stór fatamerki væru að skaða plánetuna með því að framleiða of mikið af fötum. Segir hann fáránlegt að stóru fatamerkin skapi allt of mikið af vörulínum með allt of miklu af fötum. 

Oft er litið til fataiðnaðarins þegar umræðan um hlýnun jarðar er annars vegar. Ekki er ólíklegt að fólk líti svo á að Jean Paul Gaultier sé hluti af vandanum en þrátt fyrir það er hann óhræddur við að lesa öðrum tískuhúsum pistilinn. 

„Þetta er ekki spurning um hvað fólk þarf. Þetta snýst um að vera stærri,“ sagði Gaultier um fataframleiðsluna í dag. „Þetta snýst bara um völd og pólitík.“ Segir hann einnig að mikið af fötum sé ekki framleitt fyrir fólk til þess að klæðast heldur sem auglýsing.

Jean Paul Gaultier.
Jean Paul Gaultier. mbl.is/AFP

„Sumt fólk eyðileggur föt sín, það brennir þau,“ sagði Gaultier. „Það er hneyksli.

Greint var frá því í fyrra að breska tískuhúsið Burberry hefði brennt óseld föt, aukahluti og ilmvötn að andvirði 28,6 milljóna punda eða fyrir um fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna. 

Fatahönnuðurinn byggir næstu hátískulínu sína í janúar á endurvinnslu. Í viðtalinu við BBC bað hann aðdáendur sína að henda ekki fötunum sínum. Sagðist hann ætla að hjálpa fólki að búa til eitthvað nýtt úr fötunum. 

Gaultier starfar fyrir sitt eigið merki Jean Paul Gaultier og hefur lengi verið einn af áhrifamestu mönnunum í tískuheiminum. Er hann þekktur fyrir að vera uppáhaldshönnuður Madonnu en hann hannaði eftirminnilegan keilulaga brjóstahaldara sem Madonna klæddist á tónleikaferðalagi árið 1990. 

Frá tískusýningu Jean-Paul Gaultier í París í fyrra.
Frá tískusýningu Jean-Paul Gaultier í París í fyrra. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál