Leyfa hárunum að njóta sín

Hárin sjást í sumarherferð rakvélafyrirtækisins Billie.
Hárin sjást í sumarherferð rakvélafyrirtækisins Billie. skjáskot/Instagram

Talað er um tímamótaauglýsingaherferð rakvélaframleiðandans Billie en konur með hár á klofsvæði og undir höndum stela senunni. Um leið og fyrirtækið er að selja vöru sem miðast við að fjarlægja þessi hár vill það þó reyna að taka þátt í þeirri sjálfsástarbylgju sem fer um heiminn á samfélagsmiðlum. 

Slagorðin eru spurningar og hvatning sem beinast að hárvexti kvenna. Spurningu eins og til dæmis af hverju þyki ekki við hæfi að sýna hár á klofsvæði er að finna í herferðinni og setningar á borð við að hvort sem fólk ákveði að sýna hár eða fjarlægja hárin þá ætti að það að velja sín eigin ævintýri. 

Það er ekki skrítið að sumarið sé tíminn til þess að vekja athygli á þessum hárum sem konum finnst oft eins og þær þurfi að fjarlægja. Margir klæðast sundfötum í auknum mæli á sumrin og því fylgir ákveðin pressa, ekki bara að vera í toppformi heldur líka að fjarlægja hár sem sjást vanalega ekki í bol og buxum. 

Herferðin sýnir bæði konur á sundfatnaði með sýnilega hár og konur sem hafa látið fjarlægja hár. Myndirnar og myndböndin hafa fengið jákvæð viðbrögð þótt þessi náttúrulegi hárvöxtur hafi farið fyrir brjóstið á sumum.

Fyrirtækið fær hrós fyrir að sýna konur eins þær eru en hvað liggur í raun og veru á bak við herferð sem þessa? Forsvarsmenn segja að fyrirtækið vilji taka þátt í að eyða skömm kvenna þegar kemur að hárvexti á kynfærasvæði. En er verið að breiða út boðskap um sjálfsást eða er verið að minna konur á að raka sig?

View this post on Instagram

Hairy or hairless. Choose your own adventure.

A post shared by Billie (@billie) on Jul 1, 2019 at 2:11pm PDT

View this post on Instagram

Why isn’t pubic hair public hair? 🤷‍♀️

A post shared by Billie (@billie) on Jun 27, 2019 at 5:10am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál