Keypti þrjú dress fyrir minna en 7 þúsund

Hildur hefur alltaf keypt stóran hluta af fötum sínum í ...
Hildur hefur alltaf keypt stóran hluta af fötum sínum í búðum á borð við Hjálpræðisherinn og Kolaportið. Ljósmynd/Birta Rán

Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir keypti þrjú dress á undir 7 þúsund krónur fyrir myndtöku fyrir nýjasta lag sitt, Work. Hildur gaf lagið út fyrir helgi og því fylgir að gera cover-myndir fyrir lögin. Hún valdi að vera í notuðum fötum í myndatökunni og kom það sjúklega vel út. 

Af hverju ákvaðstu að vera í notuðum fötum á myndunum fyrir nýja lagið þitt?

Það vill bara þannig til að langflest fötin sem ég á og nota, sérstaklega þegar ég kem fram eða er í myndatökum, eru notuð. Þannig að það var ekki beint meðvituð ákvörðun, en ég held það lýsi bara því hversu stórt hlutfall af fataskápnum mínum eru notuð föt frekar en ný. Þegar ég sé outfit sem ég sé fyrir mér að gætu verið geggjuð í myndatöku eða uppi á sviði þá kaupi ég þau og „á inni“ þegar ég fer í næstu myndatöku eða spila næst. 

Hildur segir það sé ekki beint gaman að vera uppi ...
Hildur segir það sé ekki beint gaman að vera uppi á sviði í nákvæmlega sömu fötum og manneskja í salnum. Ljósmynd/Birta Rán

Hvar keyptirðu fötin?

Kjóllinn sem ég er í á EP-koverinu er frá eins konar Rauða kross-búð sem ég rakst á í Chicago. Hræódýr með alls konar fínu. Svo er bæði settið á Work koverinu og bleiki jakkinn frá einni af mínum uppáhalds hér á landi, Trendport í Kópavogi. Þar hef ég bæði selt mín föt og gert alveg rosalega góð kaup nýlega. Held það sé varla hægt að finna ódýrari og umhverfisvænni leið á Íslandi en það. Þetta er sama konsept og Barnaloppan er með og ég varð hrikalega glöð þegar ég frétti að væri komin búð með sömu hugmynd fyrir fullorðna. Svo hef ég líka keypt mikið af sviðsfötum á Fatamarkaðnum Hlemmi, Spúútnik og vintage-búðum úti um allan heim.

Er þetta eitthvað nýtt hjá þér eða hefurðu klæðst notuðum fötum lengi?

Ég hef elskað notuð föt síðan ég var í menntaskóla. Þá uppgötvaði ég Hjálpræðisherinn og Kolaportið og ég myndi segja að 80% af fötunum sem ég gekk í í MR hafi verið hræódýr úr þeim búðum. Ég get verið mikill gramsari þegar ég er í stuði og finn því oft ótrúlegustu hluti. Mér finnst líka mjög fyndið hvað margir halda að ég sé oft í einhverju „designer dressi“ þegar ég er bara í einhverju sem ég setti saman fyrir nokkra þúsundkalla.

Kjólinn keypti Hildur í eins konar Rauða kross-búð í Chicago ...
Kjólinn keypti Hildur í eins konar Rauða kross-búð í Chicago í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Birta Rán

Af hverju finnst þér mikilvægt að kaupa notuð föt eða fá lánuð föt frá hönnuðum fyrir myndatökur og annað sem tengist vinnunni þinni sem tónlistarkona?

Það eru nokkrar ástæður. Ég hef alltaf elskað að „finna fjársjóði“ og vita að næsta manneskja verður ekki í sama outfitti. Það er ekki beint gaman að standa uppi á sviði og sjá manneskju úti í sal í eins kjól. Svo finnst mér líka smá flókið hvað það er mikil pressa að vera alltaf í nýjum fötum þegar ég kem fram svo með því að vera alla vega ekki að kaupa glænýtt dress í hvert skipti minnka ég kaupsamviskubitið.

Hvað varðar það að fá lánuð föt frá hönnuðum finnst mér það frábært "cross-promotion" fyrir mig og hönnuðinn og við græðum bæði. Þá get ég verið í alveg nýrri hönnun sem er oft ekki einu sinni til sölu og gefið líka upprennandi eða spennandi fatahönnuðum tækifæri til að hönnun þeirra sjáist víðar. 

 

 

mbl.is

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í gær María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í gær Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »