Fékk glænýtt hár fyrir „Eat, Pray, Love“-ferðina

Hárlitirnir frá Davines voru notaðir til að fá kaldari tón ...
Hárlitirnir frá Davines voru notaðir til að fá kaldari tón í hárið.

Líklega er hárið mitt jafnkrefjandi og íslenska stefnumótamenningin en það þýðir þó ekki að gefast upp. Aldrei veit ég hvort ég vil vera dökkhærð, ljóshærð, með stutt hár, sítt hár, topp eða ekki topp. Þetta, ásamt almennri streitu, er farið að sjást hressilega á hárinu mínu sem er orðið líflaust, úfið og flækt. Litlu frænkur mínar, sem líklega eru orðnar mínir hörðustu gagnrýnendur, eru óhræddar við að segja mér að hárið mitt sé ekki eftirsóknarvert. 

Baldur til bjargar

Sjálfstraustið var því ekki í hámarki þegar ég leit í spegilinn um daginn og úfið hárið blasti við mér, gult og ójafnt, en líklega fer mér fátt verr en gultóna hárlitur. Nýleg sambandsslit urðu til þess að ég pantaði mér ferð til Ítalíu með skömmum fyrirvara og hugsunin um að vera gulhærð í sólinni gerði mig enn leiðari. Þegar Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro heildsölu, frétti af raunum mínum sagðist hann vilja senda mig til Söru Scime á Kompaníinu hárgreiðslustofu því að hans mati væri hún upprennandi stjarna í hárgreiðsluheiminum. Það hljómaði mjög spennandi en ég var að fara til Mílanó eftir nokkra daga og Sara bókuð mánuð fram í tímann. Hvað gerir Baldur þá? Hann einfaldlega hringir í Söru og sannfærir hana um að taka að sér þetta verkefni, að breyta gula hárinu yfir í kalda ljósa lokka, svo ég geti farið með hárið í lagi í „Eat, pray, love“-ferðalagið mitt.

Hárið var orðið ansi líflaust og er hreint ótrúlegt hvernig ...
Hárið var orðið ansi líflaust og er hreint ótrúlegt hvernig hægt var að gera það aftur mjúkt og glansandi.

Svona náði Sara fram köldum hárlit

Sara var yndisleg í alla staði og ég sá strax hversu gott auga hún hafði fyrir litatónum en núna notar hún eingöngu hárliti frá ítalska hárvörumerkinu Davines. Sjálf spái ég gífurlega í efnunum sem eru í hárlitum og aflitunarefnum og það var því léttir að vita að Sara gætti þess að nota eingöngu hágæða liti í viðskiptavini sína. 

Hún byrjaði á því að setja í mig fínlegar ljósar strípur því ef hún myndi fyrst setja lit og svo strípur yrðu þær gylltar. Nokkur aflitunarefni eru í boði frá Davines en Sara notaði The Century Of Light Progress en formúlan inniheldur m.a. Hair Protective Booster, sem er tilvalið fyrir óákveðna einstaklinga með ansi þurrt hár. Næst setti hún í rótina hárlit í köldum tóni frá Davines sem nefnist Mask with Vibrachrom en Vibrachrom-tæknin veitir hárinu næringu, gljáa og gerir það að verkum að liturinn endist betur í hárinu. Eftir að hafa þvegið hárið með Cool Blonde-sjampóinu og hárnæringunni frá Label.M setti Sara aftur lit en nú yfir allt hárið. Hún ætlaði að nota nýju View-hárskolin frá Davines en þar sem ég var að fara í sól og hita ákvað hún að nota Mask with Vibrachrom-hárlitaformúluna en með lægri festi til að þekja ekki hárið alveg. Útkoman varð nákvæmlega eins og ég vildi: ljós en kaldur tónn og hreyfing í hárinu með fínlegum strípum. Hárið er mjúkt, aftur kominn léttur gljái í það. Baldur gaf mér svo Label.M Cool Blonde-sjampóið og hárnæringu til að halda öllum gylltum tónum í skefjum en það er örugglega kraftmesta fjólubláa sjampó sem ég hef notað.

Label.M Cool Blonde er sjampó og hárnæring fyrir ljóst hár ...
Label.M Cool Blonde er sjampó og hárnæring fyrir ljóst hár til að fjarlægja gyllta tóna. Formúlurnar eru sérlega áhrifaríkar og tónar hárið verulega eftir eina notkun.

Mildari vörur fyrir viðkvæman hársvörð 

Ég er með gífurlega viðkvæman hársvörð svo Sara valdi léttar og mildar hárvörur til að spreyja í hárið mitt áður en hún blés það. Fyrst setti hún Davines VOLU Hair Mist til að fá lyftingu í rótina og næst spreyjaði hún Davines MELU Hair Shield til að verja hárið gegn hita. Að lokum spreyjaði hún Davines DEDE Hair Mist yfir allt hárið en það er létt hárnæringarsprey. 

Hárspreying frá Davines þjóna misjöfnum tilgangi en þau eru létt, ...
Hárspreying frá Davines þjóna misjöfnum tilgangi en þau eru létt, mild og hentuðu vel fyrir viðkvæman hársvörð.
Falleg hreyfing í hárinu og gljái en sérstök Vibrachrom-tækni er ...
Falleg hreyfing í hárinu og gljái en sérstök Vibrachrom-tækni er í litaformúlum Davines til að næra hárið og auka gljáa þess.


Ekki gleyma hárinu í sólinni

Þar sem ég er að fara til Ítalíu í sól og hita lét hann mig einnig fá Label.M Sun Edition en þetta er sett með 4 hárvörum í ferðastærð til að vernda hárið í sólinni. After Sun Cleanser og After Sun Mask er sjampó og hárnæring til að nota eftir dag í sól og sjó. Protein Spray verndar hárið gegn hita og sólargeislum og hefur uppbyggjandi áhrif. Síðasta varan í settinu er Sun Protect Oil sem veitir hárinu glans, næringu og vernd. 

Label.M Sun Edition inniheldur fjórar hárvörur í ferðastærð sem verndar ...
Label.M Sun Edition inniheldur fjórar hárvörur í ferðastærð sem verndar hárið og nærir það eftir að hafa verið í sól eða sjó.

Nú tek ég Ítalíu með trompi en fram undan er vika í Flórens þar sem ég ætla að lækna brotið hjarta að ítölskum sið: með kolvetnum. 

Fylgstu með á Instagram: @snyrtipenninn

 

View this post on Instagram

Takk @sarascime fyrir þennan fallega hárlit! Nú er ekki eftir neinu að bíða, næsta stopp er Flórens! #hair #davines #coolblonde #makeover

A post shared by Snyrtipenninn (@snyrtipenninn) on Jul 8, 2019 at 3:13am PDT

 

 

Hárið er aftur orðið mjúkt og glansandi.
Hárið er aftur orðið mjúkt og glansandi.
mbl.is

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í gær María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í gær Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »