Brynja Dan: Á vit nýrra ævintýra

Brynja Dan Gunnarsdóttir er einn af eigendum Extraloppunnar sem var opnuð í Smáralind á dögunum. Extraloppan snýst um að gefa gömlum fötum og dóti nýtt líf með því að endurselja það.

„Þetta er bara framtíðin, við þurfum að hugsa um jörðina og þetta er bara næsta skref. Þegar Smáralindin sagðist hafa áhuga á að gera þetta með okkur vissum við að þetta væri skref í rétta átt,“ segir Brynja í samtali við Smartland.

– Hefur þú mikinn áhuga á svona mörkuðum?

„Já ég elska að fara í „vintage“ og „second hand“ verslanir erlendis, það er alltaf eitthvert gull sem leynist þar,“ segir Brynja.

– Finnst þér hugmyndir fólks um innkaup og neyslu vera að breytast?

„Já, við erum klárlega orðin mun meðvitaðri um neysluna okkar. Flest ef ekki öll heimili flokka í dag og allir eru farnir að hugsa meira um hvað þeir geta lagt af mörkum fyrir jörðina okkar.“

Þegar Extraloppan var opnuð á dögunum myndaðist röð fyrir utan. Þegar Brynja er spurð hvað hafi selst best segir hún að það hafi bara allt selst.

„Bara allt milli himins og jarðar! Ekkert fór frekar en annað, hægindastólar, fatnaður, skór, húsbúnaður og bara allt. Þetta er bara fjársjóður þarna.“

– Hvers vegna finnst þér skipta máli að geta komið gömlum fötum í verð?

„Það er í fyrsta lagi gott fyrir jörðina okkar, og það er bara komið að þeim tímapunkti að maður verður að fara að hugsa betur um hverju maður eyðir í. Fólk kaupa sér þá frekar kannski vandaðri flíkur og endingarbetri og leyfir þeim svo að öðlast nýtt líf þegar það ert hætt að nota þær. En svo er bara einhver góð tilfinning að losa sig við dót sem maður notar ekki. Það er líka andleg hreinsun í leiðinni en maður vill ekki henda og líður svo vel með að einhver annar geti notað hlutina.“

– Hefur þú verið dugleg að selja gömul föt af þér í gegnum tíðina?

„Já, ég hef alveg verið það og í raun bara allt milli himins og jarðar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál