Á Harry bara eitt par af skóm?

Hér má sjá uppáhaldsskó Harry bretaprins en myndin er tekin …
Hér má sjá uppáhaldsskó Harry bretaprins en myndin er tekin eftir skírn Archie. mbl.is/AFP PHOTO / SUSSEXROYAL / CHRIS ALLERTON

Harry Bretaprins vekur oftast ekki jafnmikla athygli fyrir fatastíl sinn og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, en nú hafa aðdáendur hans sett spurningamerki við skóval hans. Það lítur út fyrir að Harry sé alltaf í sömu brúnu skónum með bláu reimunum. Hvort sem Harry er í opinberum heimsóknum, í myndatökum eða við skírn sonar síns þá verða brúnu skórnir fyrir valinu. 

Umræða um skóna skapaðist á samfélagsmiðlum eftir að athugulir netverjar tóku eftir því að Harry hefði verið í sömu skónum í skírn Archie sonar síns þann 6. júní og þegar hann, Meghan og Archie mættu í myndatöku nokkrum dögum eftir fæðingu Archie. Á vef Mirror kemur fram að Harry hafi fyrst sést í skónum í október. Hann var síðan með skóna meðferðis í ferð sinni til Marokkó í febrúar auk þess sem hann var í þeim við skírnina og í myndatökunni eins og áður hefur verið nefnt. 

Harry var í skónum þegar hann heimsótti Marokkó.
Harry var í skónum þegar hann heimsótti Marokkó. mbl.is/AFP

Skórnir passa vel við ljósar buxur og jakkaföt en Harry er ekki mikið fyrir að klæðast dökkum jakkafötum og svörtum lakkskóm. Harry á auðvitað önnur skópör en svo virðist sem þetta par séu í uppáhaldi hjá prinsinum um þessar mundir. Eiga annars ekki allir sína uppáhaldsskó?

Harry í uppáhaldsskónum sínum ásamt Meghan og Archie.
Harry í uppáhaldsskónum sínum ásamt Meghan og Archie. mbl.is/AFP
mbl.is