Ljómandi og frískleg húð í sumar

Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann.

Það er mjög algengt að konur sæki í þéttan vel þekjandi farða á veturna þegar húðin er grá og guggin í skammdeginu. Þegar sólin fer loks að láta sjá sig og við fáum aðeins meira líf í húðina er um að gera að nýta tækifærið og leyfa henni að njóta sín. Ég legg alltaf mesta áherslu á léttan farða og fallega áferð húðar yfir sumarið, sem ég toppa svo með léttum kinnalit og glansandi vörum.

Minn uppáhaldsfarði er Touche Éclat All-in-One glow frá YSL. Hann er fjaðurléttur á húðinni, inniheldur mikinn raka, miðlungsþekju og ótrúlega bjartan og fallegan ljóma. Hann er fullkominn fyrir „no make up“-útlit þar sem húðin fær að njóta sín til hins ýtrasta. Til að fá sem fallegasta áferð kýs ég að nota undirfarða sem jafnar yfirborð húðarinnar og gefur enn meiri ljóma, mitt uppáhald er Touche Éclat Blur Primer frá YSL.

Mitt lykilatriði að ljómandi húð hefur í mörg mörg ár verið Touche Éclat-gullpenninn en hann hefur verið á markaðnum í yfir 25 ár og er enn vinsælasta varan í merkinu. Pennann nota ég í kringum augun, í kringum varirnar, á mitt andlitið þar sem ljósið skellur hvað mest á og svo er hann æðislegur til að fríska upp á förðunina yfir daginn – þessi er alltaf í veskinu mínu!

Ég toppa svo alla förðun með rakaspreyi frá YSL. Spreyið gefur raka og hefur róandi áhrif á húðina auk þess sem förðunin endist betur yfir daginn. Mér finnst fátt betra en að setja spreyið á mig á daginn þegar mér finnst ég orðin þreytuleg eða mega fríska upp á förðunina, þá fæ ég bæði raka og ljóma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »