Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

Katrín kann að velja skó.
Katrín kann að velja skó. AFP

Það er ekki hægt að segja um Katrínu hertogaynju að hún noti ekki fötin sín. Katrín kann svo sannarlega að velja sér skó, en hún hefur mætt í sandölum með fylltum hæl á fjóra viðburði í sumar. Skórnir eru ekki bara flottir heldur passa þeir við fjóra mismunandi kjóla en ekki er hægt að segja það sama um marga aðra skó. 

Katrín ásamt eiginmanni sínum og Elísabetu annarri Englandsdrottningu í maí.
Katrín ásamt eiginmanni sínum og Elísabetu annarri Englandsdrottningu í maí. AFP

Umræddir skór eru frá Castaner og kosta 130 Bandaríkjadali eða rúmar 16 þúsund krónur íslenskar, sem er ásættanlegt verð miðað við notagildi.

Sambærilegir skór frá Castaner.
Sambærilegir skór frá Castaner.

Katrín klæddist skónum fyrst í maí þegar hún sýndi drottningunni garðinn sem hún hannaði. Næst mátti sjá hana í skónum á ljósmyndanámskeiði fyrir unga krakka. Viku seinna klæddist hún skónum aftur í garðveislu. Nú síðast var hún í skónum á Polo-leik sem eiginmaður hennar og mágur tóku þátt í. 

Af þessu má draga þá ályktun að skórnir eru tilvaldir við hin ýmsu tilefni þar sem gras kemur annars vegar, enda ómögulegt að vera í pinnahælum á grasinu. 

Katrín mætti í skónum við þennan kjól á ljósmyndanámskeið.
Katrín mætti í skónum við þennan kjól á ljósmyndanámskeið. AFP
Katrín var í skónum við þennan kjól líka.
Katrín var í skónum við þennan kjól líka. AFP
mbl.is