Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

Athafnamaðurinn Richard Branson birti mynd af peysunni frægu á Instagram …
Athafnamaðurinn Richard Branson birti mynd af peysunni frægu á Instagram en það var hann sem gaf henni peysuna.

Fyrrverandi einkaþjálfari Díönu prinsessu ákvað að selja peysu sem eitt sinn var í eigu Díönu á uppboði á dögunum. Þótt einungis sé um að ræða íþróttapeysu er þetta ein þekktasta flík Díönu. Óþekktur kaupandi keypti peysuna fyrir 53.532 Bandaríkjadali eða rúmlega 6,7 milljónir íslenskra króna. Líklegega er því um að ræða eina þekktustu og jafnframt dýrustu íþróttapeysu í heimi.

Díana var oft mynduð í peysunni þar sem hún klæddist henni iðulega þegar hún fór á æfingar. „Hún virkilega elskaði peysuna og klæddist henni í næstum því hvert skipti sem hún æfði hjá mér,“ skrifaði einkaþjálfarinn Jenni Rivett á Instagram. Díana gaf Rivett peysuna stuttu áður en hún lést en Rivett ákvað að selja peysuna og gefa ágóðann til góðgerðarmála að hætti Díönu. 

Díana fékk peysuna upprunalega að gjöf frá stofnanda Virgin-flugfélagsins Richard Branson en á peysunni má sjá auglýsingu frá flugfélaginu. Branson gefur sjálfur í skyn í pistli á Instagram að hann hafi boðið í peysuna. 

Ástæðan fyrir því að Díana var alltaf í peysunni var sú að hún var þreytt á því að fjölmiðlar fjölluðu um föt hennar í stað þess að eyða meira púðri í mikilvægari málefni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál