Er hægt að laga mjög dökka bauga?

Thinkstock / Getty Images

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér svarar hún spurningu frá konu sem fékk dökka bauga eftir að hún eignaðist börn. 

Góðan daginn. Eftir að ég eignaðist börnin mín fyrir tæpum 20 árum hef ég verið með svakalega dökka bauga, og án þessa að farða mig er ég eins og pandabjörn og fer ég aldrei úr húsi án þessa að farða mig og fela þetta eins og ég get. Þetta eru ekki pokar frekar öfugt en mjög dökkur litur. Er eitthvað hægt að gera í þessu?

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er engin einföld lausn til á dökkum baugum, en það sem hefur reynst best er fituflutningur (lipofilling). Þá er örlítið af þinni eigin fitu (t.d. frá magasvæði) fjarlægt, hreinsað og einangrað. Henni er síðan sprautað djúpt í baugana undir augun. Engin aðgerð er áhættulaus og ég vara fólk sem kemur í þessa aðgerð við bólgu á svæðinu í 2-4 vikur. Það tekur síðan litinn á baugunum nokkrar vikur eða mánuði að lýsast upp. Ef liturinn er dökkur þarf stundum að endurtaka þetta.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál