Einstakur stíll January Jones

January Jones þykir einn fallegasta kona veraldar um þessar mundir. …
January Jones þykir einn fallegasta kona veraldar um þessar mundir. Hún er með einstakan stíl og á sér mörg andlit. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Fyrirsætan og leikkona January Jones sem margir muna eftir úr Mad Men þáttunum er með einstaklega fallegan fatastíl. Hún leggur áhersluna á smáatriðin og er með sinn eigin stíl sem hún hefur verið að þróa á undanförnum árum. 

Brosið

January Jones er með einstaklega fallegt stórt bros. Það er eitt af hennar helstu tískueinkennum. Að fjárfesta í þannig andlegri heilsu að brosið og hláturinn sé ofarlega í huga er í tísku. Hægt er að taka sér leikkonuna til fyrirmyndar þegar að þessu kemur. 

View this post on Instagram

Happy 4th!! 🇺🇸🇺🇸🇺🇸

A post shared by January Jones (@januaryjones) on Jul 4, 2019 at 12:25pm PDT

Húmor

January Jones er með húmor og setur hann ofar þess að líta vel út á myndum. Það sýnir sjálfsöryggi og vissu um eigið ágæti. Það er í tísku þessa dagana að reyna ekki of mikið og er Jones framar mörgum konum í þessu.

View this post on Instagram

Happy Easter

A post shared by January Jones (@januaryjones) on Apr 21, 2019 at 3:58pm PDT

Rauður varalitur

January Jones er snillingur í að finna flotta rauða varaliti. Hún er þá vanalega með einfalda förðun, falleg sólgleraugu og fallega litaðar varir. 

View this post on Instagram

A post shared by January Jones (@januaryjones) on Feb 14, 2018 at 11:19pm PST

Rokk í bland við 60´s MOD

January Jones blandar 60´s MOD óaðfinnanlega með fáguðum rokk stíl. Hún er allt í senn töfari en líka kyntákn. Hún klæðist mikið bleiku, rauðu og svörtu. Eins þykir hún mjög góð í að velja sér sólgleraugu. 

mbl.is