Franskar neglur aftur í tísku?

Bella Hadid skartar hér frönskum nöglum
Bella Hadid skartar hér frönskum nöglum skjáskot/Instagram

Ef þú manst lengra en 10 ár aftur í tímann ættir þú að muna eftir frönskum gervinöglum. Þannig neglur hafa vikið fyrir heillituðum löngum gervinöglum, sem annað hvort eru oddhvassar eða flatar á endanum.

Því hefur eflaust einhverjum brugðið í brún þegar fyrirsætan Bella Hadid skartaði svokölluðum frönskum nöglum nýlega. Sem fyrr segir voru franskar neglur alfarið málið upp úr aldamótum og virðist Hadid ætla að koma þeim aftur í tísku. 

Systir hennar, Gigi Hadid, virðist vera komin á sömu skoðun og Bella. Þá hefur tónlistarkonan Ariana Grande einnig skartað frönskum nöglum nýlega. 

Ariana Grande birti mynd af sér í síðasta mánði með …
Ariana Grande birti mynd af sér í síðasta mánði með franskar neglur. skjáskot/Instagram
Gigi Hadid er til í þetta trend.
Gigi Hadid er til í þetta trend. skjáskot/Instagram
mbl.is