Konur mega vera með brúsk undir höndunum

Emily Ratajkowski sýnir líkamshár á nýrri mynd.
Emily Ratajkowski sýnir líkamshár á nýrri mynd. skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Emily Ratajkowski situr fyrir í Harper's Bazaar og skrifar pistil þar sem hún talar um frelsi kvenna til að velja hvernig þær líta út. Til að undirstrika orð sín tekur hún dæmi um hár undir höndunum en hún situr einmitt fyrir í blaðinu og sýnir myndarlegan dökkan brúsk undir höndunum. 

Ratajkowski segist sjálf hafa fundið fyrir gagnrýni vegna þess hvernig hún klæðir sig. Fyrirsætan rifjar meðal annars upp atvik þegar hún var gagnrýnd fyrir að vera ekki í brjóstahaldara undir bol á mótmælum fyrr á árinu. 

Hún segir að sér líði eins og hún sé sterk þegar hún er hún sjálf. Það getur þýtt að hún klæði sig í stutt pils eða stóra hettupeysu. „Stundum finnst mér ég sérstaklega sterk þegar ég er ekki í brjóstahaldara undir hlýrabol. Það er bara ég á þeirri stundu.

Hvort sem ég ákveð að raka mig undir höndunum eða láta hárin vaxa er það mitt mál. Að mínu mati eru líkamshár annað tækifæri fyrir konur til þess að þjálfa getu sína til að taka ákvörðun. Ákveða út frá því hvernig þeim líður og sambandi þeirra að vera eða vera ekki með líkamshár. Á venjulegum degi finnst mér gott að raka mig en stundum finnst mér kynþokkafullt að leyfa hárunum að vaxa,“ skrifar Ratajkowski og segir að ekkert sé rétt eða rangt. Svo lengi sem fólk taki ákvörðun sé það rétta ákvörðunin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál