Fyrsta trans fyrirsætan hjá VS

Valentina Sampaio er frá Brasilíu.
Valentina Sampaio er frá Brasilíu. AFP

Fyrirsætan Valentina Sampaio, fyrsta transkonan sem nærfataframleiðandinn Victoria's Secret hefur ráðið, vill ekki bara breyta ríkjandi viðhorfum í tískuheiminum heldur í öllu samfélaginu. 

Sampaio vildi ekki mikið tjá sig um málið, en bætti þó við að heimurinn og samfélagið væru að breytast hratt og að tískuheimurinn yrði að fylgja þeim breytingum til að mæta þörfum nýrra viðskiptavina.

„Fyrirtæki eru að læra að og skilja mikilvægi þess að ná til allra hópa. Það er  mjög mikilvægt andartak, ekki bara fyrir sjálfa mig heldur samfélagið í heild sinni,“ sagði Sampaio við Elle.

Sem fyrr segir er Sampaio fyrsta transkonan sem vinnur sem fyrirsæta hjá Victoria's Secret. Hún greindi frá því á Instagram þann 1. ágúst síðastliðinn við mikinn fögnuð og skrifaði meðal annars leikkonan Lavern Cox „Loksins“ undir myndina, en Cox er einnig transkona.

Victoria's Secret hefur verið gagnrýnt í gegnum árin fyrir að gamaldags og í ekki í takt við nútímann. Þau hafa smám saman dregið saman seglin og í haust verður meðal annars þeirra margrómaða nærfatasýning ekki haldin. 

Playboy fyrirsætan Geena Rocero, fyrsta asíska/eyjaálfu transkonan sem var valin leikfélagi af tímaritinu, segir það það sé mikilvægt að líta á þetta í stóra samhenginu. „Að vera trans er ekki tíska. Miðað við sögu fyrirtækisins og það sem viðskiptavinir þeirra vita um fábreytni innan fyrirtæksins ætti Victoria's Secret á þetta sem lærdóm og látið gott af sér leiða.“

Valentina Sampaio er fyrsta transkonan hjá Victoria's Secret.
Valentina Sampaio er fyrsta transkonan hjá Victoria's Secret. skjáskot/Instagram
mbl.is