Einstakur stíll Lauren Hutton

Lauren Hutton hefur þetta eftirsótta tímalausa útlit sem margir sækjast ...
Lauren Hutton hefur þetta eftirsótta tímalausa útlit sem margir sækjast eftir að hafa.

Fyrirsætan og leikkonan Lauren Hutton er tískufyrirmynd um víða veröld. Hún hefur verið andlit tískuhúsa á borð við Revlon, Calvin Klein og Tom Ford svo einhver séu nefnd. Hún er með þetta tímalausa útlit sem er svo eftirsótt í dag og er ein af þeim sem hefur haldið sér viðeigandi í gegnum árin. 

Eft­ir­far­andi atriði eru í henn­ar anda þegar kem­ur að tísk­unni:

Stendur með sér

Þegar Lauren Hutton kom fram á sjónarsviðið sem ung kona vildu margir meina að hún myndi aldrei ná árangri á sviði tískunnar þar sem hún væri með bil á milli framtanna sinna sem ekki þótti eftirsóknavert á þeim tíma. Í staðinn fyrir að láta breyta því hvernig hún var hélt hún í sérkenni sín og hélt áfram að eltast við draumana. 

Þetta er atriði sem er vinsælt í dag þegar kemur að tískunni. Það er ákveðin fegurð fólgin í því að standa með sér. Það gerir útlit hvers og eins einstakt í stað þess þegar fólk reynir að falla í fyrirframgefna kassa. 

View this post on Instagram

#laurenhutton #modeloftheday #supermodel #fashion #beauty #glamour

A post shared by Supermodel Zone (@supermodels_zone) on Aug 7, 2019 at 10:01pm PDT

Náttúrulegt hár og förðun

Lauren Hutton hefur alltaf verið með náttúrulegt hár. Í stað þess að lita hárið ljóst eða dekkra hefur hún ásamt fleirum komið náttúrulega „músa“-lit kvenna í tísku. Hún er með frekar fíngert hár og hefur í gegnum tíðina lagt sig fram um að vera með góða klippingu og notast meira við að næra hárið frá grunni heldur en að skaða það. 

Sama hvað hefur dunið á í tískunni hefur Hutton í gegnum árin haldið í klassískt útlit þegar kemur að hárgreiðslum og klippingum. Þetta hefur gert hana að þeirri tískufyrirmynd sem hún er enn þá í dag.

Þegar kemur að förðun er Lauren Hutton snillingur í að draga fram það fallegasta við andlitið sitt. Hún er aldrei með förðun sem er áberandi. Það hvernig hún vinnur skugga sem dæmi undir kinnar, hefur orðið aðalsmerki margra og er stefnan í förðun frá því á áttunda áratug síðustu aldar. 

View this post on Instagram

#laurenhutton #modeloftheday #supermodel #fashion #beauty #glamour

A post shared by Supermodel Zone (@supermodels_zone) on Aug 7, 2019 at 10:08pm PDT

Einfaldur fatnaður í sama lit

Lauren Hutton hefur sýnt það og sannað að einfaldar klassískar beinar buxur með skyrtu í sama lit er útlit sem er eftirsótt að klæðast. Þegar hún er í hvítum buxum er hún vanalega í hvítri skyrtu við. Hún leikur sér svo meira með jakka og yfirhafnir.

Yfirskrift hennar í klæðnaði er: Minna er meira. 

View this post on Instagram

Lauren Hutton - 1970 . . #vintage #inspiration #magazine #vintagefashion #photography #fashion #photooftheday #vintageinspiration #instagood #blogger #follow #ootd #outfit #classic #vintagestyle #mood #actress #model #photooftheday #1970s #fashionphotography #laurenhutton #summer #seventies

A post shared by Seamless Vintage Diary (@seamlessvintagediary) on Jul 10, 2019 at 9:37pm PDT

Kvenlegir jakkar

Þar sem Lauren Hutton er mikið í buxum hefur hún þróað útlit þar sem hún notar litla kvenlega jakka við víðar buxur. Hún passar upp á að jakkarnir passi vel yfir axlirnar og til að ná fram náttúrulegu útliti velur hún töskur sem eru hennar aðalsmerki. Hún hefur margoft sagt að tíska sé eitthvað sem kemur út fjórum sinnum á ári, en stíll sé eitthvað sem konur verða að tileinka sér. 

View this post on Instagram

A post shared by @bits_of_paradise on Aug 1, 2019 at 12:34am PDT

Rykfrakkar

Það er varla hægt að fjalla um einstakan stíl Lauren Hutton án þess að minnast á rykfrakka. Í marga áratugi hafa rykfrakkar verið stór hluti af fataskáp Hutton. Sama hvernig þeir líta út eða eftir hvern þeir eru, það er eins og áhugi hennar á flíkinni sé þannig að hún láti allt ganga þegar kemur að þessum hlut í fataskápnum hennar.

View this post on Instagram

#laurenhutton #classichollywood #timelessbeauty #styleicon

A post shared by @ bits_of_paradise on Aug 1, 2019 at 12:34am PDT

Tímalaust útlit

Lauren Hutton hefur haldið í stílinn sinn í áratugi. Hún er alltaf með smart hár, vel hirta húðina og skartar síðan því fallega brosi sem kom henni áfram á sínum tíma. 

View this post on Instagram

LAUREN! “Trying to explain it all would be betraying the deepest meaning of the journey," reveals Pierpaolo pre show. "Individuality is an act of creation and self-creation, but also of interpretation!" There is haute-couture and then there is the Valentino Maison de Couture... #LaurenHutton #ValentinoHauteCouture #Valentino @maisonvalentino @pppiccioli

A post shared by POP (@thepopmag) on Jul 3, 2019 at 4:10pm PDT

mbl.is

159 milljóna glæsihús við Vesturbrún

13:39 Við Vesturbrún í Reykjavík stendur afar heillandi 302 fm einbýli sem er sérlega vel innréttað. Falleg málverk og húsgögn prýða heimilið. Meira »

„Ég skil ekki hví hann hætti að drekka“

10:00 „Mig langar lítið að skipta mér af þessu hjá honum. En hann vill meina að ég sé partur af þessu öllu. Nú er ég í góðri vinnu og vil síður vera að merkja mér eitthvað svona.“ Meira »

Ert þú of lengi í sömu nærbuxunum?

05:00 Ert þú einn af þeim sem skiptir á hverjum degi eða gerir það bara jafnoft og þú þrífur klósettið þitt?  Meira »

Einstakur stíll Alicia Vikander

Í gær, 23:45 Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegu útliti. Hún er með lítið litað hár og alltaf með förðunina í lágmarki. Hún velur vandaðan fatnað með góðum sniðum. Meira »

Ertu kvíðinn og þunglyndur gæfusmiður?

Í gær, 20:00 „„ Hver er sinnar gæfu smiður?“ Var yfirskrift greinar sem ég skrifaði átján ára gömul í skólablað Menntaskólans á Akureyri. Frómt frá sagt glottu vinir mínir út í annað þegar drottningin af Góða dátanum, Malibúprinsessan Sjallans, bjórynjan af Kaffi Karólínu sendi frá sér þessa grein eins og hún hefði löngum starfað með Steina löggu í áfengiseftirlitinu og fundið upp foreldraröltið í kjölfarið og látið loka Dynheimum vegna óspekta. Meira »

Melania í bol af Donald Trump?

Í gær, 16:03 Melania Trump kom heim úr sumarfríi í hvítum stuttermabol sem hefur vakið mikla athygli. Er þetta í fyrsta skiptið sem forsetafrúin sést í hvítum stuttermabol. Meira »

Geggjað útsýni út á sjó á Akranesi

í gær Við Bakkatún 6 á Akranesi stendur afar fallegt og vel skipulagt 155 fm einbýlishús sem byggt var 1953.   Meira »

Svona fagnaði Ásdís Rán 40 árunum

í gær Ásdís Rán Gunnarsdóttir hélt upp á fertugsafmæli sitt í Sofíu í Búlgaríu á dögunum. Öllu var tjaldað til svo veislan yrði sem best. Meira »

Þetta skiptir mestu máli í brúðkaupum

í gær Það eru ekki gjafapokar, ræður eða tónlistin sem skiptir gestina máli heldur mun einfaldari atriði sem hægt er að redda auðveldlega. Meira »

Hætt að sofa saman eftir 15 ára samband

í fyrradag „Þó við eigum margt sameiginlegt þá erum við ólíkir persónuleikar, t.d. er ég mun félagslyndari hann. Það reynist okkur því oft erfitt að gera eitthvað félagslegt því hann hangir oft og tíðum bara í símanum á meðan.“ Meira »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

í fyrradag Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

í fyrradag Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

18.8. Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

18.8. Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

18.8. Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

17.8. Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

17.8. Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

17.8. „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

17.8. Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

17.8. Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

17.8. Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »