Einstakur stíll Lauren Hutton

Lauren Hutton hefur þetta eftirsótta tímalausa útlit sem margir sækjast …
Lauren Hutton hefur þetta eftirsótta tímalausa útlit sem margir sækjast eftir að hafa.

Fyrirsætan og leikkonan Lauren Hutton er tískufyrirmynd um víða veröld. Hún hefur verið andlit tískuhúsa á borð við Revlon, Calvin Klein og Tom Ford svo einhver séu nefnd. Hún er með þetta tímalausa útlit sem er svo eftirsótt í dag og er ein af þeim sem hefur haldið sér viðeigandi í gegnum árin. 

Eft­ir­far­andi atriði eru í henn­ar anda þegar kem­ur að tísk­unni:

Stendur með sér

Þegar Lauren Hutton kom fram á sjónarsviðið sem ung kona vildu margir meina að hún myndi aldrei ná árangri á sviði tískunnar þar sem hún væri með bil á milli framtanna sinna sem ekki þótti eftirsóknavert á þeim tíma. Í staðinn fyrir að láta breyta því hvernig hún var hélt hún í sérkenni sín og hélt áfram að eltast við draumana. 

Þetta er atriði sem er vinsælt í dag þegar kemur að tískunni. Það er ákveðin fegurð fólgin í því að standa með sér. Það gerir útlit hvers og eins einstakt í stað þess þegar fólk reynir að falla í fyrirframgefna kassa. 

View this post on Instagram

#laurenhutton #modeloftheday #supermodel #fashion #beauty #glamour

A post shared by Supermodel Zone (@supermodels_zone) on Aug 7, 2019 at 10:01pm PDT

Náttúrulegt hár og förðun

Lauren Hutton hefur alltaf verið með náttúrulegt hár. Í stað þess að lita hárið ljóst eða dekkra hefur hún ásamt fleirum komið náttúrulega „músa“-lit kvenna í tísku. Hún er með frekar fíngert hár og hefur í gegnum tíðina lagt sig fram um að vera með góða klippingu og notast meira við að næra hárið frá grunni heldur en að skaða það. 

Sama hvað hefur dunið á í tískunni hefur Hutton í gegnum árin haldið í klassískt útlit þegar kemur að hárgreiðslum og klippingum. Þetta hefur gert hana að þeirri tískufyrirmynd sem hún er enn þá í dag.

Þegar kemur að förðun er Lauren Hutton snillingur í að draga fram það fallegasta við andlitið sitt. Hún er aldrei með förðun sem er áberandi. Það hvernig hún vinnur skugga sem dæmi undir kinnar, hefur orðið aðalsmerki margra og er stefnan í förðun frá því á áttunda áratug síðustu aldar. 

View this post on Instagram

#laurenhutton #modeloftheday #supermodel #fashion #beauty #glamour

A post shared by Supermodel Zone (@supermodels_zone) on Aug 7, 2019 at 10:08pm PDT

Einfaldur fatnaður í sama lit

Lauren Hutton hefur sýnt það og sannað að einfaldar klassískar beinar buxur með skyrtu í sama lit er útlit sem er eftirsótt að klæðast. Þegar hún er í hvítum buxum er hún vanalega í hvítri skyrtu við. Hún leikur sér svo meira með jakka og yfirhafnir.

Yfirskrift hennar í klæðnaði er: Minna er meira. 

Kvenlegir jakkar

Þar sem Lauren Hutton er mikið í buxum hefur hún þróað útlit þar sem hún notar litla kvenlega jakka við víðar buxur. Hún passar upp á að jakkarnir passi vel yfir axlirnar og til að ná fram náttúrulegu útliti velur hún töskur sem eru hennar aðalsmerki. Hún hefur margoft sagt að tíska sé eitthvað sem kemur út fjórum sinnum á ári, en stíll sé eitthvað sem konur verða að tileinka sér. 

View this post on Instagram

A post shared by @bits_of_paradise on Aug 1, 2019 at 12:34am PDT

Rykfrakkar

Það er varla hægt að fjalla um einstakan stíl Lauren Hutton án þess að minnast á rykfrakka. Í marga áratugi hafa rykfrakkar verið stór hluti af fataskáp Hutton. Sama hvernig þeir líta út eða eftir hvern þeir eru, það er eins og áhugi hennar á flíkinni sé þannig að hún láti allt ganga þegar kemur að þessum hlut í fataskápnum hennar.

View this post on Instagram

#laurenhutton #classichollywood #timelessbeauty #styleicon

A post shared by @ bits_of_paradise on Aug 1, 2019 at 12:34am PDT

Tímalaust útlit

Lauren Hutton hefur haldið í stílinn sinn í áratugi. Hún er alltaf með smart hár, vel hirta húðina og skartar síðan því fallega brosi sem kom henni áfram á sínum tíma. 

mbl.is