Þunn í Versace á verðlaunahátíð

Samkvæmisónotin lutu í lægra haldi fyrir Taylor Swift.
Samkvæmisónotin lutu í lægra haldi fyrir Taylor Swift. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift fékk heiðursverðlaun Teen Choice-verðlaunahátíðarinnar á sunnudagskvöldið. Hún var einnig tilnefnd í sjö öðrum flokkum. Swift klæddist gullfallegum litríkum samfestingi frá Versace og jakka í stíl. 

Swift leit óaðfinnanlega út á verðlaunahátíðinni þrátt fyrir að hafa verið að djamma kvöldið áður. Á laugardagskvöldið hélt hún veislu til að fagna sjálfri sér og fólkinu sem hefur hjálpað henni að komast á þann stað sem hún er á í dag. Margir veislugestanna deildu myndböndum af Swift á laugardagskvöldið og komst myllumerkið #drunktaylor á flug á samfélagsmiðlum. 

Nú furða netverjar sig á því að Swift, sem verður þrítug í desember næstkomandi, geti djammað fram eftir nóttu og mætt svo óaðfinnanleg á verðlaunahátíð daginn eftir eins og ekkert hafi í skorist. 

Swift var í samfestingi frá Versace og jakka í stíl.
Swift var í samfestingi frá Versace og jakka í stíl. mbl.is/AFP
Swift hélt partý á laugardagskvöldið og mætti svo á verðlaunahátíð …
Swift hélt partý á laugardagskvöldið og mætti svo á verðlaunahátíð daginn eftir. mbl.is/AFP

mbl.is