Með rúlluna á veitingastaðnum

Courteney Cox.
Courteney Cox. Getty Images For The Broadcast T

Leikkonunni Courteney Cox er augljóslega umhugað um húð sína og umhirðu hennar ef marka má myndir af henni sem náðust á veitingastað í New York nýlega. Um miðja máltíð dró Cox nefnilega upp andlitsrúllu og hóf að rúlla andlit sitt.

Andlitsrúllan er vel þekkt í snyrtivörubransanum í dag, en hún á að draga úr þrota og bólgum og eykur teygjanleika húðarinnar. Auk getur hún þrengt svitaholurnar og aukið blóðflæði í húðinni. 

Cox lét það ekki stoppa sig að vera úti að borða á meðal fólks og sýndi kvöldverðarfélögum sínum hvernig höndla ætti rúlluna. Það er því augljóst að góð húðumhirða mætir ekki afgangi hjá Cox. 

Cox með rúlluna.
Cox með rúlluna. Skjáskot/Instagram
mbl.is