Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

Demi Moore er orðin 56 ára að aldri og segist …
Demi Moore er orðin 56 ára að aldri og segist hamingjusöm, glöð og frjáls í dag.

Leikkonan geðþekka Demi Moore er þekkt fyrir að vera með frekar einfaldan fatasmekk. Í dag er stíllinn hennar frjálslegri en oft áður. Hún er í lausari fatnaði, klæðist litum og virðist elska stóra fylgihluti svo eitthvað sé nefnt. 

Í viðtali við hana sem InStyle birti nýverið að tilefni 25 ára afmælis tímaritsins segist hún alltaf hafa svipaðan smekk á fatnaði. 

„Ég held að stíllinn minn hafi verið sá sami lengi, sem er klassískur stíll með smávegis „tvisti“. Síðan hef ég alltaf verið hrifin af tímabilsfatnaði,“ segir hún.

Í viðtalinu greinir hún jafnframt frá því að hér á árum áður hafi hún upplifað sig of þunga og neikvæaða, en nú sé hún hamingjusöm, glöð og frjáls. mbl.is