Alexandra Helga selur af sér spjarirnar

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson völdu einn færasta …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson völdu einn færasta brúðkaupsskipuleggjanda Bretlands fyrir brúðkaupið sitt.

Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar og fyrrverandi fegurðardrottning, ætlar að selja af sér spjarirnar í Trendport á Nýbýlavegi í vikunni. Alexandra greindi frá fatasölunni á Instagram. „Verð með bás hjá TrendportIsland í vikunni,“ skrifaði Alexandra og hvatti fólk til þess að fylgjast með. 

Íslenska landsliðið kom saman í vikunni og hefur Alexandra ákveðið að grisja aðeins í skápunum á meðan Gylfi undirbýr sig fyrir landsleikina. 

Alexandra og Gylfi giftu sig á Ítalíu í sumar og var Alexandra sérstaklega glæsileg í fallegum brúðarkjól. Það er enn óvíst hvað Alexandra hyggst selja en það verður að teljast ólíklegt að brúðarkjóllinn verði þar á meðal. Hún á þó nóg af fallegum fötum og merkjavöru til þess að selja. 

mbl.is