Þetta þarftu að kunna korter í partí

Hver hefur ekki lent í því að vera á leiðinni í boð eða partí og hárið á okkur er ekki upp á sitt besta. Þegar slíkt gerist er gott að kunna réttu handtökin til að taka hárið frá andlitinu en samt ekki þannig að við lítum út fyrir að hafa verið að koma úr lagningu.

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro segir að konur þurfi oft ekki að eyða miklum tíma í hárið á sér til þess að fá létta greiðslu.

Hann segir að það sé gott að nota járn í hárið áður en það er sett upp. Hann mælir til dæmis með bylgjujárninu ROD 9 frá HH Simonsen því það eru ekki hefðbundnar krullur heldur lítur út fyrir að þú hafir sofnað með fléttu í hárinu. Ástæða þess að hann mælir með járni er að það gerir að verkum að það lekur ekki allt úr hárinu eins og margar íslenskar konur þekkja. 

Í þessu myndbandi sýnir Fía Ólafsdóttir okkur hvernig hún bylgjar fyrst á sér hárið áður en hún tekur það upp í teygju og spennir það upp. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda