Gamla Zellweger komin til baka

Renee Zellweger tjáir sig um lýtaaðgerðirnar.
Renee Zellweger tjáir sig um lýtaaðgerðirnar. AFP

Það brá mörgum í brún þegar Renee Zellweger mætti óþekkjanleg á rauða dregilinn í október 2014. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru þessar breytingar ræddar í þaula í mörgum fjölmiðlum heims. En breytingarnar virðast hafa gengið til baka og Zellweger lítur út eins og hún gerði fyrir október 2014.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir og pistlahöfundur á Smartlandi rýndi meðal annars í útlit Zellweger á sínum tíma.

Það sem helst vakti athygli var að Zellweger virtist hafa farið í andlitslyftingu og látið laga á sér augnlokin, sem hún svo síðar staðfesti. Hún hefur lítið tjáð sig um aðgerðirnar en þakkað fyrir að fólk sæi mun á henni. Í nýlegu viðtali við Vulture stóðst blaðamaðurinn ekki mátið og spurði hana út í lýtaaðgerðirnar sem hún virtist hafa farið í árið 2014. 

Svona leit hún út árið 2014.
Svona leit hún út árið 2014. AFP

Hún segir að viðbrögðin við þessari breytingu hafi verið skrítin og til merkis um það að samfélaginu fyndist hún þurfa að breyta einhverju. „Það gerir mig leiða. Ég lít ekki á fegurð þannig. Og ég lít ekki á sjálfa mig þannig. Ég er hrifin af því hvernig ég er, að ég skuli ekki vera eins og allir aðrir. Það gerir mér kleift að gera það sem ég geri. Ég vil ekki vera einhver annar. Ég var ráðin í bláu gallabuxunum mínum, kúrekastígvélunum og með úfið hár. Ég þurfti ekki að breyta mér til að fá vinnu. Af hverju var ég allt í einu að reyna að passa inn í eitthvað sem tilheyrði mér ekki?“ sagði Zellweger.

Zellweger hefur legið í dvala í nokkur ár og haldið sig frá sviðsljósinu. Nú er hún komin til baka og túlkar persónu leik- og söngkonunnar Judy Garland í nýrri ævisögumynd um ævi Garland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál