Fullkomin fyrir lágvaxna eins og mig

Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.

Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á Trendnet er sendiherra Studio-línu H&M sem kynnt var á dögunum. Línan kallast Magical Realism sem vísar í dulúð og dramatík. Línan er hönnuð með framakonu í huga sem er alltaf á fullu og gefur ekkert eftir í lífi og starfi. Þessi framakona elskar klassíska hönnun með nútímalegu yfirbragði. Ný Studio-lína kemur tvisvar á ári og er hönnuð af sérstöku hönnunarteymi H&M í Stokkhólmi. Elísabet segir að línan sé fullkomin fyrir lágvaxna eins og hana sjálfa. 

„Línan er mjög vel heppnuð í heild sinni. Allt frá dásamlegri ullarkápu yfir í mosagrænu blúndunærfötin sem ég elska. Dökku ullarbuxurnar eru líka frábærar í sniðinu - líka á lágvaxna eins og mig. Svo kolféll ég líka fyrir græna silkikjólnum. Hann er einstaklega fallegur og ég sé mikið notagildi í honum, ég kann alltaf vel að meta svoleiðis flíkur sem hægt er að nota á mismunandi vegu. Kjólinn myndi ég nota við hæla til dæmis í brúðkaup en svo myndi ég dressa hann niður við stígvél og þykka peysu til að nota sem hversdags í vetur. Það eru til dásamlegar rúllukragapeysur í Studio-línunni sem passa einmitt vel fyrir þannig lúkk, þessi gula heillar,“ segir Elísabet. 

Elísabet segir að það sé gaman að klæða sig upp fyrir haustlægðirnar sem mokast yfir landið og miðin á haustin. Hún mælir með að fólk fjárfesti í góðum stígvélum. 

„Stígvélatrendinu tek ég fagnandi í vetur. Kemur vel út yfir buxur, við síðar þykkar kápur, kjóla eða pils sem ég myndi svo para saman við þykkar peysur. 

Svo eitt enn: Það er mikilvægt að klæða sig eftir veðri - það er nefnilega ekkert kúl við að klæða sig illa á haustin. Ég er alltaf að impra á þessu við mína fylgjendur en sjaldan er góð vísa of oft kveðin, ekki rétt?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál