Kann ekki að skammast sín í crocs

Ariana Grande birti mynd af sér í hvítum Crocs skóm …
Ariana Grande birti mynd af sér í hvítum Crocs skóm á Instagram. Samsett mynd

Crocs-skór hafa lengi verið afar umdeildir skór og fáir sem vilja láta sjá sig í þeim, hvað það á samfélagsmiðlum. Söngkonan Ariana Grande var hins vegar stolt þegar hún birti speglasjálfu í hvítum sokkum og hvítum crocs-skóm í vikunni. 

Grande var í allt of stórri hettupeysu eins og hún er þekkt fyrir að vera í við skóna. Hún var einnig með sitt háa tagl og tösku. 

Margir tengja crocs-skóna frægu helst við það að fara út með ruslið. Hátískumerki hafa þó gert tilraunir til þess að koma skónum í tísku með misjöfnum árangri. Fatahönnuðurinn Christoper Kane lét fyrirsætur sínar ganga í skónum þegar hann sýndi sumartískuna fyrir árið 2017. Balenciaga kynnti svo sína útgáfu af skónum fyrir sumarið 2018. 

Crocs-skór frá Balenciaga
Crocs-skór frá Balenciaga ljósmynd/ Balenciaga

Nú er bara spurningin hvort fleiri ákveði að viðra crocs-skóna sína eftir að Ariana Grande gerði það. 

View this post on Instagram

wanderin n wonderin 🍂

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 10, 2019 at 9:00am PDT

mbl.is