Símar teknir af stjörnum á tískusýningu Rihönnu

Rihanna seldi sýningarréttinn að tískusýningu sinni á tískuvikunni í New …
Rihanna seldi sýningarréttinn að tískusýningu sinni á tískuvikunni í New York til Amazon. mbl.is/AFP

Það vakti athygli að gestir á tískusýningu Fenty, hátískumerkis tónlistarkonunnar Rihönnu, þurftu að afhenda síma sína áður en þeir gengu inn á tískusýninguna sem er hluti af tískuvikunni í New York. 

Ástæðan er sú að Amazon hefur tryggt sér sýningarréttinn að sýningunni. Þetta er allóvanalegt og hefur aldrei verið gert. Tískusýningin mun verða aðgengileg á streymisveitu Amazon 20. september næstkomandi. 

Með sýningunni blandar Rihanna saman tónlist, tísku og menningu en DJ Khaled, Halsey, Big Sean og Migos spiluðu. Á meðal fyrirsætanna sem gengu pallinn voru Gigi og Bella Hadid, Normani og Cara Delevingne. 

Þær voru allar stórglæsilegar á rauða dreglinum fyrir tískusýninguna en á meðal þeirra voru líka Paris Hilton, fyrirsætan Ashley Graham og leikkonan Vanessa Hudgens.

Normani.
Normani. mbl.is/AFP
Fyrirsætan Shanina Shaik.
Fyrirsætan Shanina Shaik. mbl.is/AFP
Gestir voru margir hverir létt klæddir.
Gestir voru margir hverir létt klæddir. mbl.is/AFP
Gigi Hadid mætti.
Gigi Hadid mætti. mbl.is/AFP
Cara Delevingne.
Cara Delevingne. mbl.is/AFP
Bella Hadid sýndi magavöðvana.
Bella Hadid sýndi magavöðvana. mbl.is/AFP
Ljósmyndarinn Renell Medrano ásamt kærasta sínum ASAP Ferg.
Ljósmyndarinn Renell Medrano ásamt kærasta sínum ASAP Ferg. mbl.is/AFP
Tónlistarkonan Halsey var glæsileg.
Tónlistarkonan Halsey var glæsileg. mbl.is/AFP
Vanessa Hudgens var sjóðandi.
Vanessa Hudgens var sjóðandi. mbl.is/AFP
Paris Hilton lét sig ekki vanta.
Paris Hilton lét sig ekki vanta. mbl.is/AFP
Ashley Graham með kúluna.
Ashley Graham með kúluna. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál