Anna Wintour hélt framhjá með stóru ástinni

Anna Wintour er stundum kölluð kjarnorkukonan.
Anna Wintour er stundum kölluð kjarnorkukonan. mbl.is/AFP

Ritstjórinn Anna Wintour sem starfað hefur fyrir tískutímaritið Vogue frá árinu 1988 verður sjötug á árinu. Fagurfræði hennar og stjórnunarhæfileikar hafa verið umtalsefni í marga áratugi. Wintour, sem stundum er kölluð kjarnorkukonan, á sér áhugaverða sögu. Sumir segja hörku hennar tilkomna vegna þess að hún hafi þurft að berjast fyrir því að starfa í þeim iðnaði sem hana dreymdi um sem barn. Að henni hafi verið ætlað að feta í fótspor fjölskyldunnar og mennta sig á „alvarlegri“ sviðum. 

Eftirfarandi atriði hafa komið mörgum á óvart um hana.

Hárgreiðslan

Anna Wintour hefur verið með sömu hárgreiðsluna frá því hún var fjórtán ára. Hún er þekkt fyrir að vera með óaðfinnanlegt hár, sem hún blæs tvisvar á dag. Hárgreiðslan sem hún er með varð vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar. Wintour er hins vegar ónæm fyrir tískusveiflum, enda er sagt að hún komi þeim af stað með reglulegu millibili í Vogue.

Skór

Í yfir tvo áratugi hefur Anna Wintour klæðst Callasli Crisscross-hælasandölunum frá Manolo Blahnik. Talið er að hún eigi þessa hælaskó í alls konar efnum og litum þar sem hún velur ljósari tóna á vorin og haustin og síðan dekkri tóna yfir heitari sumarmánuðina. Þegar hún er ekki í þessum hælaskóm er hún mikið í stígvélum.

Sandalarnir sem Anna Wintour á í allskonar litum eru frá …
Sandalarnir sem Anna Wintour á í allskonar litum eru frá Manolo Blahnik.

Fjölskylda

Anna Wintour kemur úr mikilli menntafjölskyldu. Faðir hennar, Charles Wintour, var ritstjóri Evening Standard og vonaðist til þess að hún myndi feta menntaveginn. Það sama má segja um móður hennar sem átti föður er kenndi við Harvard-háskólann.

Áhugi Wintour á tísku kviknaði hins vegar á unga aldri og hefur hún haldið sig við þessa ástríðu alla sína ævi. Margir eru á því að barátta hennar innan fjölskyldunnar hafi gert skráp hennar harðan gagnvart umheiminum og gefið henni þá innspýtingu að gera aðeins betur á degi hverjum. 

View this post on Instagram

Anna Wintour 💫#annawintour #vogue

A post shared by Anna Wintour (@wintourworld) on Feb 4, 2018 at 8:31am PST

Áfengi

Það kemur mörgum á óvart að Anna Wintour drekkur ekki áfengi. Tískuiðnaðurinn er þekktur fyrir villt líferni, en Wintour fer snemma að sofa og snemma á fætur. Hún lifir heilbrigðu lífi og tekur sjaldan þátt í kokteilboðum eða opinberum viðburðum þar sem mikið vín er haft um hönd. Enda gagnast það henni lítið í vinnu.  

Börn 

Wintour giftist David Shaffer á níunda áratug síðustu aldar. Þau eignuðust tvö börn saman, dreng og stúlku. Sonur hennar heitir Charles Shaffer og dóttir hennar Bee Schaffer. Bee er gift leikstjóranum Francesco Carrozzini sem er sonur Franca Sozzanis, fyrrverandi ritstjóra ítalska Vogue. 

Ástin

Anna Wintour var með smekk fyrir valdamiklum karlmönnum á sínum yngri árum. Hún varð ástfangin af geðlækninum Charles Shaffer sem hún giftist árið 1984 og eignaðist tvö börn með. 

Í dag er hún gift viðskiptajöfrinum Shelby Bryan. Talið er að þau hafi kynnst þegar Wintour var ennþá gift á sínum tíma. Að ástarsamband þeirra hafi kviknað inni í hjónabandi Wintour sem endaði árið 1999. 

Hún giftist Bryan árið 2004. 

View this post on Instagram

Anna with her husband Shelby Bryan♥️ #annawintour #vogue #husband #love

A post shared by Anna Wintour (@wintourworld) on Feb 14, 2018 at 8:37am PST

Líkamsrækt

Wintour vaknar fimm á morgnana til að spila tennis. Hún gerir það daglega áður en hún fer í vinnu og hefur mikinn áhuga á tennis almennt. 

Laun

Talið er að Anna Wintour sé með ríflega 250 milljónir íslenskra króna í árslaun. Eins er talið að hreinar eignir hennar séu metnar á vel yfir fjóra milljarða íslenskra króna. 

Þessi mynd er tekin af Anna Wintour á Met Gala …
Þessi mynd er tekin af Anna Wintour á Met Gala viðburðinum fyrr á þessu ári. Wintour verður sjötug seinna á árinu. mbl.is/AFP
mbl.is