Hvað er hún að gera við andlitið á sér?

Millie Bobby Brown.
Millie Bobby Brown. mbl.is/AFP

Hin unga leikkona Millie Bobby Brown er ein af helstu vonarstjörnum Hollywood um þessar mundir. Eins og fylgir því að vera fræg leikkona í Los Angeles hefur Brown tekið þátt í auglýsingastarfi fyrir snyrtivörur. 

Þetta kennslumyndband hér fyrir neðan hefur vakið mikla athygli, ekki endilega fyrir mátt snyrtivörunnar sem um ræðir heldur tilburði Brown. Myndbandið byrjar á nokkuð eðlilegum nótum, en verður síðan frekar skrítið eftir um 30 sekúndur þar sem Brown virðist einfaldlega ekki setja neitt framan í sig. Hún segist þó hafa sett skrúbb. 

Eins vel og Brown hefur staðið sig í öllum þremur seríunum af Stranger Things nær hún ekki að plata neinn með þessari frammistöðu. 

mbl.is