Sumarið ekki búið hjá Katrínu

Katrín í kjólnum.
Katrín í kjólnum. mbl.is/AFP

Þó að sumarið virðist vera algjörlega búið þegar rigningin lemur rúðuna þá er það sko alls ekki búið hjá Katrínu, hertogaynju af Cambrigde. 

Katrín mætti í gríðarlega fallegum og björtum blómakjól á hátíðina Aftur til náttúrunnar í RHS Wisley-garðinum í Bretlandi. Kjóllinn er í dásamlega fallegri sídd eða niður á miðja kálfa.

Kjóllinn er frá Emilia Wickstead og kostar 2.255 bandaríkjadali eða um 283 þúsund íslenskar krónur. Við kjólinn var Katrín í brúnum sandölum með fylltum hæl. Þeir virðast þó ekki vera þeir sömu og hún hefur gengið um á í allt sumar. 

Kjóllinn er frá Emilia Wickstead.
Kjóllinn er frá Emilia Wickstead. mbl.is/AFP
Börnin eru hrifin af Katrínu.
Börnin eru hrifin af Katrínu. mbl.is/AFP
Kjóllinn virðist ansi þægilegur.
Kjóllinn virðist ansi þægilegur. mbl.is/AFP
mbl.is