Katrín sýnir Meghan stuðning

Hér er Katrín hertogaynja af Cambridge mætt í skyrtu við …
Hér er Katrín hertogaynja af Cambridge mætt í skyrtu við buxur. mbl.is/AFP

„Katrín, hertogaynja af Cambridge var á dögunum í heimsókn í Southwark í London til að fræðast meira um góðgerðarsamtök sem styðja við börn og ungar mæður. Fataval hennar vakti athygli mína en það minnir töluvert á fataval mágkonu hennar, hertogaynjunnar af Sussex,“ segir Guðný Ósk Laxdal, sérfræðingur í kóngafólki, í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Katrín var mætt í buxum og skyrtu, en hún klæðist vanalega kjólum, pilsum og kápum við svipuð tilefni. Það er sjaldséð að sjá hana í buxum og er það frekar Meghan sem klæðir sig þannig. Einnig er erfitt að hunsa þá staðreynd hversu stutt er síðan fatalína Meghan kom út og er klæðnaður Katrínar mikið í sama stíl og línan.

Það er erfitt að álíta að klæðnaðurinn við þetta tilefni sé tilviljun, en konunglegur klæðnaður er iðulega skipulagður af mikilli nákvæmni, eftir því hvert tilefnið er og eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Fataval Katrínar er því auðveldlega hægt að túlka sem ákveðna samstöðu með mágkonu sinni sem hefur fengið talsvert slæma umfjöllun og gagnrýni síðan hún giftist inn í konungsfjölskylduna.

Lengi vel var talið að ekki væri gott á milli hertogaynjanna, sem þróaðist út í að sambandið væri slæmt milli eiginmanna þeirra, prinsanna Harry og Vilhjálms. Það hefur átt sér stað augljós framför í sambandi hertogahjónanna undanfarið ár eftir að þau byrjuðu að vinna minna saman sem og fluttu í sitthvorn bæinn. Einnig er talið að samband þeirra hafi styrkst talsvert eftir að Harry og Meghan urðu foreldrar. Getur fataval Katrínar í dag stutt þá kenningu og sýnt að sambandið er að batna.


Heimsóknin í dag er hluti af verkefni Katrínar um að styðja við verkefni og starfsemi sem huga að þroska ungra barna. Verkefnið hennar kallast ‘Yngri árin’ (e. Early Years) og er eitt af þeim verkefnum sem Katrín styður hvað helst. Er það hluti af verkefni Katrínar að fræða fólk um hvað er hægt er að gera til að hlúa að ungum börnum til að styrkja andlegri heilsu þeirra í framtíðinni.

Katrín fullkomnaði útlitið með skóm frá hönnuðinum Gianvoti Rossi, en þeir eru með þykkari hæl en hún er vanalega í. Skemmtilegt er að segja frá því að þó að skórnir sem hertogaynjan var í í dag kosti um 80 þúsund íslenskar krónur (520 pund), þá er þessa dagana hægt að finna svipaða skó í verslunum H&M ef áhugi er fyrir að stela stílnum.

Þessi klæðaburður þykir dálítið í anda Markle.
Þessi klæðaburður þykir dálítið í anda Markle. mbl.is/AFP
Hertogaynjan af Sussex er oft í skyrtum við buxur.
Hertogaynjan af Sussex er oft í skyrtum við buxur. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP


Myndband frá deginum í dag:

View this post on Instagram

The Duchess of Cambridge met the Southwark Family Nurse Partnership (FNP) team to find out more about their work supporting young parents. During her visit The Duchess met mothers who have been through the FNP programme to understand how the programme has helped them and their children. Among the parents The Duchess met was Amina, who was supported by the FNP team during the first two years of her three-year-old daughter Ramira’s life — on the support she received, Amina said: “When I was pregnant with Ramira my nurse Debbie helped me find suitable housing. When Ramira was born she would regularly visit us and we attended classes together at my local children’s centre. She also provided lots of guidance when I was weaning Ramira and even supported me when I took Ramira on holiday to America. Debbie has constantly been there for Ramira and me. I’m very thankful for the support I received from the Evelina London FNP. It’s given me the confidence and knowledge to be an even better parent to Ramira.” Click the link in our bio to find out more about The Duchess’s visit.

A post shared by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on Sep 19, 2019 at 8:38am PDT

View this post on Instagram

Last month, The Duchess of Sussex surprised Smart Works clients during the capsule collection shoot in west London...Today, The Duchess, alongside @SmartWorksCharity - in partnership with @InsideJigsaw, @JohnLewisandPartners, @MarksandSpencer and @MishaNonoo - are incredibly proud to reveal to everyone, #TheSmartSet - a five piece capsule collection that will equip the Smart Works clients with the classic wardrobe pieces to help them feel confident as they mobilise back into the work space. • “Since moving to the UK, it has been deeply important to me to meet with communities and organisations on the ground doing meaningful work and to try to do whatever I can to help them amplify their impact. It was just last September that we launched the ‘Together’ cookbook with the women of the Hubb Kitchen in Grenfell. Today, a year later, I am excited to celebrate the launch of another initiative of women supporting women, and communities working together for the greater good. Thank you to the four brands who came together in supporting Smart Works on this special project - placing purpose over profit and community over competition. In convening several companies rather than one, we’ve demonstrated how we can work collectively to empower each other - another layer to this communal success story, that I am so proud to be a part of” - The Duchess of Sussex The collection – which features a shirt, trousers, blazer, dress and tote bag – will be on sale for two weeks starting today, with the objective of selling enough units to give Smart Works the essentials they need to help dress clients for the coming year! For every item bought during the sale of the collection, one will be donated to Smart Works, this 1:1 model allows customers to directly support the Smart Works women by playing a part in their success story - how they look and more importantly, how they feel. Photo © @JennyZarins

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Sep 12, 2019 at 5:08am PDT
mbl.is