Líður best með farða og í fallegum fötum

Sigrún Ásta er bæði stílisti og förðunarfræðingur.
Sigrún Ásta er bæði stílisti og förðunarfræðingur. ljósmynd/Sigríður Ella Frímannsdóttir

Sigrún Ásta Jörgensen stílisti, búningahönnuður og förðunarfræðingur, hugsar afar vel um húðina og segir húðumhirðu ekki síður mikilvæga en förðunina sjálfa. Hún gefur sér tíma til að hreinsa húðina kvölds og morgna þrátt fyrir að vera með marga bolta á lofti en nýverið byrjaði hún að sinna leikmunum á tökustað ásamt því að stílisera og sjá um förðun. 

„Ég var að klára stórt verkefni fyrir Tessuti UK þar sem ég var yfirstílisti og yfirförðunarfræðingur. Þar var ég að vinna með Önnu Clausen stílista og Ástrós Erlu förðunarfræðingi. Það verkefni gekk ótrúlega vel og var þessi samvinna frábær í alla staði. Einnig hef ég verið að vinna nýlega með Lykke Li, Nova, Bioeffect, Krabbameinsfélaginu Krafti, VÖK og The Reykjavík Grapevine,“ sagði Sigrún Ásta þegar blaðamaður Smartlands forvitnaðist um verkefni hennar og fékk að kíkja í snyrtibudduna hennar. 

Sigrún Ásta í sínu náttúrulega umhverfi á tökustað.
Sigrún Ásta í sínu náttúrulega umhverfi á tökustað.

Er eitthvað sérstakt sem þú sérð fram á að verði áberandi í förðun í vetur?

„Glowy húð, sterkar augabrúnir og rauðar varir, ég dýrka að rauði liturinn er að koma aftur. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að sjá að náttúrleg förðun er að koma sterk inn og „contour“ að detta út. Þú sérð þessa hluti mjög sterka á tískupöllunum 2019.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég er með fasta húðrútínu sem heldur húðinni minni góðri og gefur henni mikinn raka. Ég byrja alla morgna á að nota Bioeffect Micellar Cleansing Water til að taka öll óhreinindi eftir nóttina, síðan nota ég fyrst Skin Ceuticals C E Ferilic-dropa yfir allt andlit og háls og svo NeoStrata Ultra Daytime Smoothing Cream. Um kvöldið til að taka af förðun nota ég aftur Micellar-vatnið og skrúbba svo húðina með grófum þvottapoka og vatni, nota svo kremið Eucerin Dermopurifyer sem gefur manni auka raka yfir kvöldið. Á líkamann nota ég alltaf kókosolíu og hef gert það síðustu fimm árin. Húðin á mér hefur aldrei verið jafngóð og eftir að ég byrjaði á að nota kókosolíu auk þess vil ég ekki nota vörur með miklu af aukaefnum.“

Sigrún Ásta hreinsar andlitið með hreinsivatni frá Bioeffect.
Sigrún Ásta hreinsar andlitið með hreinsivatni frá Bioeffect. Ljósmynd/Bioeffect

Hvernig hugsar þú um útlitið?

„Ég hugsa vel um útlitið. Ég er með góða húðrútínu því að ef ég held henni ekki við þá sést það alltaf strax á húðinni minni. Mér líður líka alltaf best þegar ég er vel förðuð og klædd fallega.“

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég fíla alltaf best „no makeup, makeup look“. Ég byrja á að þrífa húðina vel, húð preppa mig með kreminu Embryolisse sem gefur mjög góðan raka yfir daginn. Síðan nota ég Elizabeth Arden - Flawless Start Primer og set svo NYX - Away we glow á „highlight“-svæðin. Síðan er ég komin með nýtt uppáhaldsmeik frá YSL, Touche Éclat All-In–One Glow Foundation en vanalega nota ég MAC Face and Body blandað með einum dropa af Pro Longwear. Til skyggja andlitið nota ég Chanel Soleil Tan De Chanel eða Milk Makeup Baked.

Þessi farði er í uppáhaldi hjá Sigrún Ástu.
Þessi farði er í uppáhaldi hjá Sigrún Ástu. ljósmynd/YSL

Á augun nota ég oft pallettuna Urban Decay Naked Ultimate basics, litina Commando og Tempted. Uppáhaldsmaskarinn minn sem ég hef notað í sjö ár og nota líka alltaf í tökum er rauði L'oreal Paris Double Extensions. Á varir nota ég Chanel Rouge coco flash 53 Chiness. Fyrir augabrúnir nota ég MAC Eye Brows Styler litina Fling og Tapered og festi þær svo með „soap brow“ aðferðinni þar sem ég nota sápu og hárlakk og greiði því svo yfir.

Þegar allt er komið spreyja ég vel yfir andlitið með Bioeffect OSA Water Mist.

Sigrún Ásta hefur notað sama maskarann frá L'Oréal í mörg …
Sigrún Ásta hefur notað sama maskarann frá L'Oréal í mörg ár. Ljósmynd/L'Oréal

Hár finnst mér skipta jafnmiklu máli og förðun. Ég er með mikið og þykkt hár svo að ég þarf alltaf að vinna vel í því fyrir daginn. Ég byrja alltaf á því að setja Label. M Rejuvenating Protein Cream, síðan set ég slatta af Label.M Rejuvenating Oil í endana til að gefa þeim raka og ferskt útlit yfir daginn. Í rótina set ég svo Label.M Texturising Volume Spray sem gefur hárinu meiri kynþokka. Svo klára ég hárið með að spreyja yfir allt hárið með Label.M Shine Mist. Þá er ég komin með mjög náttúrulegt fersk „look“ fyrir daginn.“

Sigrún Ásta notar Lebel.M í hárið.
Sigrún Ásta notar Lebel.M í hárið. ljósmynd/Lebel.M

En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Þá geri ég sömu húðrútínu og ég geri fyrir dagsrútínuna mína nema að ég geri oft aðeins dekkri skyggingu með „highlight“ á augunum til að draga þau meira fram og geri aðeins meira „glossy“ húð.“

Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til?

„Það tekur vanalega 15 til 20 mínútur en þegar ég er að taka það rólega og ég er mögulega að gera flóknari greiðslu getur það tekið upp í klukkutíma, en finnst það alltaf svo ótrúlega gaman að taka mig til. Þetta er alltaf eins smá svona „me time“.

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Kósí dekurkvöld heima. Fer í langt bað með næs rauðvín og set á mig maska, lita á mér augnhárin og hlusta á rólega og fallega tónlist. Fæ meiri segja manninn minn oft til að vera með sem er mega kósí.

Sigrún Ásta er hrifin af „no makeup, makeup útliti“.
Sigrún Ásta er hrifin af „no makeup, makeup útliti“.

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Ég er alltaf með sér kit tilbúð ef ég skyldi vera fara eitthvað út. Í því er góður hyljari frá Fendy Beauty, góð þekja í þeim sem endist líka mjög vel. Sólarpúður Guerlain Lingerie 05 Dark Beige, Prep + Prime Transparent Finishing Powder er gott að nota ef ég byrja að glansa yfir kvöldið, dampa þá litlu í einu yfir T – svæðið. Þetta ætti allt að gera bjargað manni til að gera smá „touch up“ yfir daginn eða kvöldið.“

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Svo margt, ég er orðin svo mikill snyrtivöruperri og er alltaf að lesa um svo mikið af snyrtivörum að það er erfitt að ákveða sig. En það sem mig langar mest í er BECCA Skin Glow Stick, hef prufað það og fannst það geggjað. NYX Born To Glow Liquid Illuminator. TATCHA Violet – c Brightening Serum, Beauty Blender RE – DEW spreyið og svo er ég mjög forvitin um farðann frá Laura Mercier Flawless Lumiére Radiance – Perfecting foundation.“

Sigrún Ásta Jörgensen hugsar bæði vel um húðina og hárið.
Sigrún Ásta Jörgensen hugsar bæði vel um húðina og hárið. ljósmynd/Sigríður Ella Frímannsdóttir
mbl.is