Kardashian sökuð um að „fótósjoppa“ Emmy-kjólinn

Kardashian West á rauða dreglinum.
Kardashian West á rauða dreglinum. mbl.is/AFP

Kim Kardashian West kom fram á Emmy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Í vikunni birti hún svo myndir frá kvöldinu. Eftir samanburð á myndunum af rauða dreglinum og Instagram-myndunum hafa nokkrir fylgjendur sakað hana um að hafa „fótósjoppað“ myndirnar sem hún birti á Instagram. 

Af myndunum að dæma er Kardashian West með grennra mitti á myndunum, en það gæti þó aðeins verið frá hvaða sjónarhorni myndin var tekin. Hún var gullfalleg í flauelskjól frá Vivienne Westwood á sunnudag.

Kardashian West hefur verið sökuð um að eiga við myndir sínar í myndvinnsluforriti reglulega. Athygli vakti í myndaþætti fyrir samstarf hennar og systur hennar Kylie Jenner þegar aukatá var komin á Kardashian West og fingurnir á henni voru afmyndaðir.

Þær systur Kim Kardashian West og Kendall Jenner.
Þær systur Kim Kardashian West og Kendall Jenner. mbl.is/AFP
Ein af myndunum sem Kardashian West birti á Instagram.
Ein af myndunum sem Kardashian West birti á Instagram. skjáskot/Instagram
mbl.is