Göngulagið sem tryllti allt í París

Leon Dame sló í gegn í París.
Leon Dame sló í gegn í París. mbl.is/AFP

Þýska karlfyrirsætan Leon Dame lokaði tískusýningu Maison Margiela í París á miðvikudaginn. Dame sló í gegn með göngulagi sínu og fékk ekki bara fólk til þess að tala um sig heldur byrjaði söngkonan Rihanna að fylgja honum á Instagram svo tilkomumikil var framkoma hans. 

Dame var í fötum sem virtust vera blanda af sjóliðafatnaði og áhrifum frá gömlum hermannabúningum. Hann valsaði um tískupallinn í uppháum stígvélum með háum hælum og setti sig í stellingar þannig að sjálfur Derek Zoolander hefði ekki þorað að mæta honum.

Dame sagði í viðtali á vef Vogue að hann hefði æft þessa eftirminnilegu framkomu með danshöfundi kvöldið áður. Dame er ekki nema tvítugur en hefur þó áður komið fram á sýningum Margiela og vakið hrifningu John Galliano, listræns stjórnanda tískuhússins. 

Dame birti myndband af innkomu sinni á Instagram og er sjón sögu ríkari. 

Eins og áður sagði minnti vor- og sumarlína franska tískuhússins á gamla hermannabúninga og annan fatnaði tengdan stríðsárunum í Evrópu á 20. öldinni. 

Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020.
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020. mbl.is/AFP
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020.
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020. mbl.is/AFP
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020.
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020. mbl.is/AFP
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020.
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020. mbl.is/AFP
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020.
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020. mbl.is/AFP
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020.
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020. mbl.is/AFP
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020.
Maison Margiela vor- og sumarlína ársins 2020. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál