Zendaya þykir ein best klædda kona veraldar

Bandaríska leikkonan Zendaya þykir ein best klædda kona veraldar um …
Bandaríska leikkonan Zendaya þykir ein best klædda kona veraldar um þessar mundir. Hún mætti í glæsilegum kjól frá Veru Wang á Emmy verðlaunin nýverið. mbl.is/AFP

Ástæðan fyrir því að leikkonan Zendaya er ítrekað valin best klædda kona veraldar er einföld ef marka má Vogue. Hún er með óaðfinnanlegan smekk þegar kemur að hátískunni og kann að setja saman liti og form betur en margir aðrir. Hvort heldur sem er þegar kemur að fatnaði eða fylgihlutum. Hugmyndasmiðurinn Law Roach ræddi við Vogue um hugmyndina á bak við útlitið sem var smaragðs-græna borgaratriðið úr Töframanninum frá OZ.

Zendaya klæddist grænum Vera Wang-kjól á Emmy-viðburðinum sem haldinn var nýverið. Hún var í grænum skóm í sama lit og kjóllinn og með hárið fallega lagað, í rauðum tón. Eins og sjá má á ljósmyndunum getur fallegt og ræktarlegt hár verið meira áberandi en skartgripir.

Hún valdi skartgripi úr smiðju Cartier fyrir viðburðinn. Eyrnalokkarnir voru 18 karata hvítagull demantslokkar með smaragði (e. emerald). Á armbandinu sem hún var með voru 1.300 demantar. 

Skartgripirnir sem Zendaya er með á þessari mynd eru frá …
Skartgripirnir sem Zendaya er með á þessari mynd eru frá Cartier. mbl.is/AFP

Það sem vekur athygli þegar kemur að útliti Zendaya er hversu fágaður stíllinn hennar er miðað við margar aðrar stjörnur á hennar aldri. Útlit sem Vogue og fleiri telja að muni standast tímans tönn.

Zendaya ber af öðrum konum í klæðaburði ef marka má …
Zendaya ber af öðrum konum í klæðaburði ef marka má Vogue. mbl.is/AFP
mbl.is