Lýtalæknir um breytinguna á Kylie Jenner

Kylie Jenner árið 2013 og árið 2019.
Kylie Jenner árið 2013 og árið 2019. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner varð meðal annars milljarðamæringur af því að selja og auglýsa sínar eigin snyrtivörur. Líklegt þykir þó að Jenner noti eitthvað aðeins meira en bara réttu varalitina til þess að líta út eins og hún gerir í dag.

Jenner er ekki nema 22 ára og hefur verið fræg síðan hún var barn og kannski ekki skrítið að hún hafi breyst eitthvað á þeim tíma. Jenner hefur viðurkennt að hafa látið fylla í varirnar en tekið fyrir skurðaðgerðir. Lýtalæknir sem rætt var við á vef Mirror spáði í hvað Jenner væri mögulega búin að láta gera við líkama sinn. 

Nefið

Lýtalæknirinn taldi líklegt að Jenner væri búin að láta eiga við nef sitt. Segir hann að nefbroddurinn sé minni og kvenlegri en áður. 

Varirnar

Jenner hefur viðurkennt að hafa látið fylla í varirnar á sér. Hún lét fjarlægja fyllingarnar en lýtalæknirinn segir hana hafa fengið sér aftur varafyllingu. Telur hann Jenner vera að nota eitthvað meira en bara góðar snyrtivörur. 

Andlitið

Lýtalæknirinn segir Jenner ekki lengur vera með broshrukkur. Telur hann líklegt að Jenner hafi losað sig við þær með fyllingarefni. Með fyllingarefninu lét hún einnig skerpa á kinnbeinunum.  

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP

Brjóstin

Þrátt fyrir að brjóst taki breytingum í gegnum árin, meðal annars á kynþroskaskeiðinu og á meðgöngu, telur lýtalæknirinn að Jenner hafi látið stækka á sér brjóstin. 

Rassinn

Systir Jenner, Kim Kardashian, er fræg fyrir afturendann. Lýtalæknirinn telur ekki ólíklegt að Jenner hafi látið færa fitu yfir á rassinn. Markmiðið með slíkri aðgerð er að losa sig við fitu á svæðum eins og maga og búa til meiri línur með því að færa fituna yfir á rass eða mjaðmir. 

mbl.is