Selja Chanel og Louis Vuiottn í Síðumúla

„Ég hélt fyrst fatamarkað í maí áður Extraloppan og Trendport opnuðu og fannst mér þá mikil vöntun á að halda svona markað. Það gekk svo ótrúlega vel síðast og fór það fram úr öllum okkar væntingum svo við höfum ákveðið að endurtaka leikinn,“ segir Lísa Rún Kjartansdóttir sem stendur fyrir fatamarkaði í Síðumúla 25 á morgun frá 12.00-17.00. 

Á markaðnum ætla 26 stelpur að selja föt sem þær eru hættar að nota. 

„Fyrir utan markaðinn verður tacovagninn sem selur besta taco-ið í bænum. Það verða óáfengir drykkir í boði fyrir gestina,“ segir hún. 

Á markaðnum verður bæði notaður og nýr fatnaður og verður hægt að finna fatnað á mjög góðu verði segir Lísa Rún.

„Einnig verða einhverjar merkjavörur eins og Gucci kjóll, Versace, Louis Vuitton og Chanel,“ segir hún og bætir við: 

„Mér fannst tilvalið að gefa fallegum flíkum nýtt heimili. Á síðasta markaði vorum við stelpurnar að kaupa af hvor annarri og vorum við 100% sammála um að það væri gaman að gefa flíkum nýtt líf og á sama tíma stíga eitt skref áfram í því að umhverfisvænn og hugsa vel um jörðina okkar. Í lok síðasta markaðar og munum við hiklaust endurtaka það. Þá fórum við og gáfum fötin í rauða krossinn og kvennaathvarfið, þau föt sem ekki seldust.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál