Linda P. valdi Kolfinnu Mist í Miss World

Kolfinnu Mist Austfjörð er Miss World Iceland 2019.
Kolfinnu Mist Austfjörð er Miss World Iceland 2019. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Linda Pétursdóttir, umboðsaðili Miss World á Íslandi, valdi Kolfinnu Mist Austfjörð sem Miss World Iceland 2019. Kolfinna mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss World-keppninni í Lundúnum í desember. Þátttakendur frá 130 munu keppa um titilinn Ungfrú heimur.

Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í undirbúningsvinnu fyrir keppnina. 

Ekki er bara keppt í fegurð í keppninni en keppendur þurfa meðal annars að keppa í margmiðlun, íþróttum og hæfileikakeppni. Einnig er lögð áhersla á fyrirsætustörf og kynningu á góðgerðarverkefnum. Að lokum mun ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýna arftaka sinn en keppnin er sú sextugasta og níundu í röðinni.  

Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir
Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir
mbl.is