Allt vitlaust yfir nýjasta farðanum

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation er nýjasti farðinn frá japanska …
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation er nýjasti farðinn frá japanska snyrtimerkinu.

Spennan heltók mig og allt annað var sett til hliðar þegar fyrsti farði sinnar tegundar var kynntur á markað. Eðlileg viðbrögð? Nei, ætli það. Tek ég snyrtivörum of alvarlega? Líklega. Mér til varnar þá mætti segja að snyrtipinnar um heim allan hafi haldið niðri andanum þegar Shiseido tilkynnti um glænýja farðalínu og allt sem í hana yrði lagt. Shiseido á jú hágæða merki á borð við NARS og Laura Mercier og því var víst að japanska snyrtimerkið kæmi með einhverja sprengju á markaðinn.

Eflaust muna lesendur eftir grein sem ég skrifaði í fyrra (líklega ekki) um yfirhalningu Shiseido á förðunarlínu sinni og ég stend ennþá við þau orð mín, að þarna væri komin framtíðin í förðun. Í raun finnst mér þessi nýja farðalína fyrirtækisins vera áframhald af þeirri þróun vegna þess hve tæknilegar formúlurnar eru. Áferðin á formúlum fyrirtækisins virðist vera af annarri plánetu og hvet ég lesendur eindregið að kynna sér t.d. þeyttu kinnalitina þeirra og varalitaformúlurnar. 

Mikil spenna ríkti fyrir nýjustu farðalínu Shiseido sem býr yfir …
Mikil spenna ríkti fyrir nýjustu farðalínu Shiseido sem býr yfir nýrri tækni.

Fyrir fólk á hraðferð eru hér helstu upplýsingar um Synchro Skin-línuna:

  • Í boði er farði, tvær gerðir af hyljara, cushion-farði, laust púður, fast púður og farðaburstar.
  • Farðinn kemur í 30 litatónum, hyljararnir í 16 litatónum. 
  • Formúla farðans er ilmefnalaus og olíulaus.
  • Sólarvörn SPF 30
  • Endist á húðinni í allt að 24 klukkustundir.
  • Active Force-tækni heldur farðanum fullkomlega á húðinni án þess að hann láti undan andlitshreyfingum, svita eða olíumyndun. Þetta þýðir að hann sest ekki í línur andlitsins.
  • Responsive Sensory Technology lætur formúluna aðlagast ástandi húðarinnar, litatóni og áferð.
  • Smart Correcting Powder bætir yfirborð húðarinnar og jafnar litatón. 

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30

Þið hafið líklega flett glanstímaritum og hugsað með ykkur hvernig maður fái svona húð eins og fyrirsæturnar eru með. Enginn segir manni þó, að um unglingsstúlkur er að ræða og lífreynsla okkar kvenna, sem komnar eru yfir þrítugt, er ekki enn þá komin fram á andliti þeirra. Hinsvegar finnst mér ég ná þessari lýtalausu alvöru-húð-áferð með Synchro Skin Self-Refreshing farðanum. Þetta er þyngdarlaus formúla sem er bæði ilmefna- og olíulaus og býr yfir sólarvörn SPF 30. Farðinn veitir miðlungsþekju sem endist í allt að 24 klukkustundir en með sérstakri ActiveForce™-tækni Shiseido helst farðinn fullkomlega á húðinni án þess að láta undan svita, olíu og andlitshreyfingum. Responsive Sensory Technology sér til þess að farðinn aðlagist ástandi húðarinnar, litatóni og áferð og Smart Correcting Powder fullkomnar yfirborð húðarinnar. Nú hef ég notað hann nokkrum sinnum og það sem ég tók fyrst eftir var hversu auðvelt var að dreifa úr honum á húðinni. Hann vissulega dregur úr ásýnd allra misfellna á húðinni en á sama tíma lítur húðin út eins og húð í stað húðar með lag af farða ofan á sér.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30.
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30.
Í boði eru 30 litir af farðanum.
Í boði eru 30 litir af farðanum.


Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Concealer

Fljótandi hyljari sem veitir miðlungs til fulla þekju og helst fullkomlega á húðinni í allt að 24 klukkustundir með nýju ActiveForce™-tækni Shiseido. Með hyljaranum verður augnsvæðið bjartara og ferskara á meðan sýnileiki bauga, bóla og roða hverfur. Eins og farðinn þá er þessi formúla þyngdarlaus og leyfir húðinni að anda. Sömuleiðis er formúlan vatns-, raka- og olíuheld og sest ekki í fínar línur á augnsvæðinu.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Concealer.
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Concealer.
Hyljarinn kemur í 16 litatónum.
Hyljarinn kemur í 16 litatónum.


Shiseido Synchro Skin Correcting GelStick Concealer

Sérlega framúrstefnulegur hyljari með þrennskonar gerðum af geli til að búa til mjúka og létta áferð ásamt silki próteini ýtir undir ljóma húðarinnar. Þessi hyljari veitir miðlungsþekju sem hægt er að byggja upp en formúlan inniheldur leiðréttandi púðuragnir sem endurkasta ljósi og minnka þannig ásýnd misfellna í stað þess að þekja þær algjörlega. Þessi hyljari inniheldur svo Super Bio-Hyaluronic Acid og önnur rakagefandi innihaldsefni sem veita húðinni stöðugan raka allan daginn. Responsive Sensory Technology er einnig til staðar svo formúlan aðlagar sig ástandi, húðtóni og áferð húðarinnar. Kemur í 16 litatónum.

Shiseido Synchro Skin Correcting GelStick Concealer.
Shiseido Synchro Skin Correcting GelStick Concealer.
Í boði eru 16 litir af gel-hyljaranum.
Í boði eru 16 litir af gel-hyljaranum.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Cushion Compact Foundation

Léttur og náttúrulegur cushion-farði sem heldur olíu og glans í skefjum og veitir náttúrulega miðlungsþekju. Formúlan inniheldur sömu tækni og fljótandi farðinn en það er hentugt að eiga cushion-farðann í veskinu. Kemur í 8 litatónum.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Cushion Compact.
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Cushion Compact.

Shiseido Synchro Skin Invisible Silk Loose Powder

Þetta lausa púður einkennist af fisléttum púðurögnum þar sem hver og ein ögn er húðuð nærandi efnum fyrir húðina. Í boði eru tvær áferðir en 01 Radiant er laust púður með smávegis ljóma og 02 Matte hefur gegnsæja mattandi áferð.

Shiseido Synchro Skin Invisible Silk Loose Powder er í boði …
Shiseido Synchro Skin Invisible Silk Loose Powder er í boði með tveimur mismunandi áferðum.

Synchro Skin Invisible Silk Pressed Powder

Svitaholur, fínar línur og hrukkur verða minna áberandi eftir að þetta fínlega og gegnsæja púður er borið á húðina. Responsive Sensory Technology aðlagar sig að ástandi húðarinnar, litatóni og áferð, Protective Polymer heldur umhverfismengun frá húðinni og Shiseido Smart Correcting Powder sléttir yfirborðið.

Synchro Skin Invisible Silk Pressed Powder mattar húðina og dregur …
Synchro Skin Invisible Silk Pressed Powder mattar húðina og dregur úr ásýnd misfellna.

Nýir förðunarburstar frá Shiseido

Þegar yfirhalning förðunarlínu Shiseido átti sér stað í fyrr fengum við að sjá nýja förðunarbursta samhliða. Allir eru þeir ótrúlega mjúkir, fallegir og burstahárin skorin á hentugan hátt sem ná til allra króka andlitsins. Burstahárin eru einnig gerð úr 100% gervihárum og má því nota burstana bæði í krem og púður. Á kynningu Shiseido á nýja farðanum notaði Natalie kinnalitaburstann til að dreifa farðanum á húðinni og það gaf mjög fallega áferð.

Förðunarburstar Shiseido eru úr silkimjúkum gervihárum og því má nota …
Förðunarburstar Shiseido eru úr silkimjúkum gervihárum og því má nota þá bæði í krem og púður.

Tveir nýir burstar hafa bæst við línuna. HANATSUBAKI HAKE Polishing Face Brush er ferkantaður bursti til að blanda förðunarvörur fullkomlega inn í húðina. TSUTSU FUDE Concealer Brush er svo sérstaklega hannaður til að blanda og setja hyljara á húðina þar sem hennar er þörf.

Nýjustu förðunarburstarnir frá Shiseido.
Nýjustu förðunarburstarnir frá Shiseido.

Fylgstu með á bak við tjöldin:

Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is