Fyrrverandi aðstoðarkona Kardashian notar íslenskan varasalva

Stephanie Ann Shepherd, fyrrverandi aðstoðarakona og ein af bestu vinkonum Kim Kardashian, segir að Rejuvenating Lip Balm varasalvinn úr Bláa Lóninu sé sá besti í heimi. Í færslu sem Stephanie birti á Instagram-reikningi sínum fer hún yfir nokkra hluti sem hún geymir alltaf í veskinu sínu, þar á meðal varasalvann.

Í færslunni kemur fram að Stephanie hafi farið í Bláa Lónið með Kim og Kourtney Kardashian fyrir um þremur árum og þar sem hún prófaði varasalvann í fyrsta sinn.

Í ár tileinkar Bláa Lónið Bleiku slaufunni þennan varasalva en þúsund krónur af hverjum varasalva renna til átaksins. 

View this post on Instagram

I actually hate carrying a purse but when I do I carry random ass shit. You can see the full video on @refinery29 dot com.

A post shared by STEPHANIE ANN SHEPHERD (@steph_shep) on Aug 14, 2019 at 9:28am PDT

mbl.is