Eliza og Viktoría krónprinsessa stórglæsilegar

Eliza Reid birti mynd af sér og Guðna og konunglega ...
Eliza Reid birti mynd af sér og Guðna og konunglega gesti þeirra. ljósmynd/Forseti Íslands

Þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísland, og Eliza Reid, forsetafrú, tóku á móti Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar á Bessastöðum í dag. Forsetahjónin voru prúðbúin þegar konunglegi gesturinn kom í heimsókn. Viktoría er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle-ráðstefnuna. 

Eliza sem hefur ekki verið feimin við að klæðast litum né buxnadrögtum að undaförnu var í appelsínugulri buxnadragt með víðum skálmum. Krónprinsessan var hins vegar í síðu silkipilsi með munstri og blússu í stíl. Munstraða dressið er frá sænska merkinu Rodebjer. 

View this post on Instagram

We had a fun lunch today with HRH Crown Princess Victoria of Sweden. #sweden #iceland #firstlady #forsetafru #crownprincessvictoria

A post shared by Eliza Reid (@ejr76) on Oct 11, 2019 at 8:19am PDT

mbl.is